is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3200

Titill: 
 • Stjórnun menningarmála hjá sveitarfélögum : aðferðir, ákvarðanir og álitaefni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Starfsemi sveitarfélaganna er umfangsmikil og margflókin í íslensku samfélagi. Allskyns ólíkir málaflokkar heyra undir verksvið sveitarfélaganna og hver þeirra hefur sín einkenni hvað varðar starfsemi, verklag, opinbert regluverk og fjárvmálaumsýslu. Menningarmál eru einn þessara málaflokka og markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á skipulag og stjórnunaraðferðir menningarmálanefnda eða ígildi þeirra hjá þremur samanburðarsveitarfélögum.
  Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem leitað var svara við ákveðnum spurningum hjá fulltrúum Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðarbæjar og Kópavogsbæjar. Ýmissa gagna var aflað er tengjast starfsemi sveitarfélaganna og umhverfi skipulags hjá þeim sem og margvíslegra gagnað var aflað hjá þeim sveitarfélögum sem voru til skoðunar.
  Niðurstaðan var sú að áherslur í stjórnun eru áþekkar m.t.t. til ferils stefnugerðar að framkvæmdum. Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær beita svipaðri nálgun á starfsemi og hlutverk sitt sem menningarmálanefnda á meðan Akureyrarbær er mun meira markaðsdrifin og tengir stjórnun sýna meira beint við árangur.
  Ákvarðanatakan mótast fyrst og fremst að því að um er að ræða félagslegt ferli sem byggir á ákvörðunarþáttöku margra og því þarf að landa sameiginlegri niðurstöðu þó ekki sé full vissa um útkomuna. Þetta eru megineinkenni Carnegie-módelsins.
  Aðstöðumunur Akureyrar gegnt Hafnarfirði og Kópavogi er gjörólíkur landfræðilega og má því merkja þá áherslu greinilega að Akureyri vill sýna fram á að staðurinn sé alvöru valkostur menningarlega séð við höfuðborgarsvæðið í listrænum sem og markaðslegum metnaði.
  Viðmælendur voru sammála um það að útgjaldapólitísk viðhorf gagnvart menningarmálum væru alltaf mismunandi eftir valdhöfum
  hverju sinni, en óhyggilegt væri að skerða framlög til þeirra umfram aðra málaflokka þegar efnahagshorfur séu slæmar. Menningarmál séu aldrei mikilvægari en einmitt þá.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til janúar 2010.
Samþykkt: 
 • 13.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hannsson_fixed.pdf787.86 kBOpinnStjórnun menningarmála á landsbyggðinni - heildPDFSkoða/Opna