is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32000

Titill: 
 • Þátttaka barna í viðtölum hjá barnavernd: Réttindi og stefna
 • Titill er á ensku Children’s participation in interviews at Children Protection Services: Rights and policy
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þátttaka barna í samfélaginu hefur aukist í takt við hugmyndafræðilegar breytingar bernskufræða. Í stað fyrri hugmynda um börn sem réttinda litla eign foreldra hafa börn öðlast lögverndaðan rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og vera virkir þátttakendur í málum sem þau varða. Með auknum réttindum barna hefur barnaverndarlöggjöf þróast og krafan um þátttöku þeirra aukist þegar mál þeirra eru unnin innan barnaverndar. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að of oft sé unnið með börn í stað þess að vinna með börnum. Enn fremur þurfi að vekja athygli á því auka að verði þátttöku barna þegar fjallað er um líf þeirra og aðstæður. Viðfangsefni þessa verkefnis er að rannsaka þátttöku sex til sextán ára barna í viðtölum hjá barnavernd í einu af stærstu sveitarfélögum á Íslandi.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort barnaverndarstarfsmenn vinna samkvæmt samtíma hugmyndum um réttindi og þátttöku barna þegar unnið er með fjölskyldum þeirra. Tilgangurinn er að varpa ljósi á virka þátttöku barna innan barnaverndar. Megin rannsóknarspurningarnar eru tvær: Eru börn virkir þátttakendur í því ferli sem fer af stað þegar mál fjölskyldu er hjá barnavernd sveitarfélagsins? Er stefna sveitarfélagsins til þess fallinn að börn séu virkir þátttakendur í viðtölum hjá barnavernd sveitarfélagsins? Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og unnið úr fyrirliggjandi gögnum sem voru dagálar, greinagerðir og stefnur sveitarfélagsins og þau innihaldsgreind. Helstu niðurstöður benda til þess að þátttaka barna hafi vaxið á síðustu árum og börn séu nú í meira mæli þátttakendur í eigin málefnum innan barnaverndar. Börn voru oftar boðuð til viðtals hjá barnavernd árið 2018 en gert var árið 2010. Þó þarf að gera enn betur til þess að uppfylla lagalegar og siðferðislegar kröfur er varða þátttöku barna í málefnum sem þau varða. Niðurstöðurnar geta nýst til að benda á mikilvægi þess að unnið sé í barnavernd út frá nýjustu þekkingu hvers tíma.
  Lykilhugtök: Börn, barnavernd, viðtöl, stefna, þátttaka, réttindi barna

 • Útdráttur er á ensku

  Children's participation in society has increased along with ideological changes in childhood studies. Instead of previous ideas about children being properties of parents with limited rights, children have now the legal right to express their views and to be active participents in matters that concern them. With increased children's rights, child welfare legislation has evolved and the requirement of children's participation has increased with in child protection. The results of foreign researches indicate that children are often worked on in child protective cases instead of working with them. Furthermore, there needs to be more focus on increasing the involvement of children when discussing their lives and situations. The aim of this study is to analyse children´s participation, six to sixteen years olds, in interviews at child protection sevices in one of the largest municipalities in Iceland.
  The aim of the study was to analyse whether child protection service employees work according to contemporary ideas about rights and participation of children when working with the childeren´s families. The purpose is to highlight the active participation of children in child protection sevices. The main research questions are two: Are children active participants in the process that is initited when the family is involved in the child protection service of the municipality? Does municipality´s policy encourage the participation of children in child protection services interviews. A quantitative method was applied in this study and based on existing data, such as journal records, reports and munincipalities policy, which were thematicly analyzed. The main result indicate that children´s participations has increased in the last years and that children are becoming more involved in their own affairs within the child protection services. Children were called for interviews at children protections services on more occasions in 2018 than in 2010. Nevertheless, more work is needed to fully comply with legal and moral obligations, in relations to children´s participation in their own affairs. The results can be used to emphasize how important it is, that the work of the child protection services is based on the latest knowledge each time.

  Key words: Children, child protection, interview, policy, participation, children's rights

Samþykkt: 
 • 26.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf48.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Anný Rós Ævarsdóttir nytt.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna