is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32008

Titill: 
  • Verkefnalíkan fjárfestingarverkefna Orku náttúrunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér ákvarðanatöku, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Við stjórnun verkefna eru ýmis tól notuð til þess að ná markmiðum verkefnisins hvað varðar kostnað, tíma og gæði. Eitt þeirra tóla sem hægt er að nýta er verkefnalíkan. Í verkefnalíkani eru lykilþættir verkefnis birtir á myndrænan hátt og er líkanið hugsað til þess að veita stuðning við verkefnastjórnun. Stjórnun viðskiptaferla felur í sér að stjórna keðjum af atburðum, starfsemi og ákvörðunum sem auka virði fyrirtækja og viðskiptavina. Markmiðið með því að stjórna viðskiptaferlum er að bæta gæði á vöru eða þjónustu með því að greina ferli og koma auga á umbætur. Markmið rannsóknarinnar er að bæta yfirsýn verkefnastjóra tækniþróunar yfir ferli fjárfestingaverkefna Orku náttúrunnar og nýta aðferðafræði verkefnastjórnunar og viðskiptaferlastjórnunar til þess. Haldnar voru tvær vinnustofur þar sem núverandi ferli var rýnt og tillögur að umbótum voru settar fram. Meirihluti vandamála innan ferlisins var hægt að tengja við aðferðir innan fyrirtækisins og því voru helstu umbótar tækifærin falin í því að bæta aðferðir verkefnastjóra. Verkefnastjórar kölluðu helst eftir því að bæta yfirsýn yfir lykilþætti ferlisins. Afurð rannsóknarinnar var verkefnalíkan sem inniheldur eftirfarandi sex lykilþætti: áfangaþrep, fjárhagsheimild verkefnastjóra, vörður verkefnis og ábyrgðarmann, lykilskjöl, aðgerðir og þátttakendur. Vænt áhrif verkefnalíkansins er betri yfirsýn yfir ferli fjárfestingaverkefna og að verkefnastjórar geti nýtt líkanið til stuðnings við stjórnun verkefna.

Samþykkt: 
  • 10.12.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð verkefnis_KristínG.pdf279.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Verkefnalíkan fjárfestingarverkefna Orku náttúrunnar.pdf3.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna