is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32009

Titill: 
  • Hver á sinn stað? Upplifun starfsmanna Sjúkratrygginga Íslands af verkefnamiðuðu vinnuumhverfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða upplifun starfsmanna Sjúkratrygginga Íslands af verkefnamiðuðu vinnuumhverfi. Starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, sem áður var til húsa á tveim stöðum, var sameinuð að mestu undir einu þaki í apríl 2018. Við þá sameiningu varð ljóst að koma þyrfti starfsmönnum fyrir á mun færri fermetrum en áður. Þar af leiðandi var ákveðið að taka upp verkefnamiðað vinnuumhverfi, þar sem ekki þarf eins stórt rými í slíku vinnuumhverfi og í hefðbundnum opnum vinnurýmum. Verkefnamiðað vinnuumhverfi er hannað þannig að það henti fjölbreyttum verkefnum, allt frá verkefnum sem krefjast mikillar einbeitingar til teymisvinnu, en starfsmenn eiga ekki sína eigin starfsstöð heldur velja sér starfsstöðvar sem henta verkefnum hverju sinni. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og var sami rafræni spurningalistinn lagður fyrir mánuði fyrir flutninga og svo aftur fimm mánuðum eftir flutninga. Spurningarnar sneru að ýmsum þáttum sem tengjast vinnuumhverfi, svo sem hljóðvist, lýsingu og upplifun á næði, en einnig að starfsánægju, skilvirkni, álagi, streitu og sálfræðilegu eignarhaldi. Eftir flutningana var einnig spurt hversu oft starfsmenn skiptu um starfsstöðvar. Helstu niðurstöður voru þær að starfsmenn upplifa mun minna sálfræðilegt eignarhald eftir flutningana en lítil breyting varð á starfsánægju og ánægju með vinnuumhverfið. Starfsmenn eru almennt jákvæðir í garð verkefnamiðaðs vinnuumhverfis og það dró úr upplifun á álagi eftir flutningana. Niðurstöðurnar benda til þess að starfsmenn séu að nýta þá möguleika sem felast í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi.

Samþykkt: 
  • 10.12.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - Lilja Harðardóttir.pdf235.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Verkefnamiðað vinnuumhverfi - Lilja Harðardóttir MSc.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna