is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32012

Titill: 
  • Vinnustaðamenning A4
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það sem skilgreinir eina skipulagsheild frá annarri er meðal annars sú vinnustaðamenning sem ríkjandi er og getur haft mikil áhrif á árangur skipulagsheilda, en með sterkri vinnustaðamenningu næst betri árangur. Hugtakið vinnustaðamenning er viðamikið og ekki er til nein ein skilgreining en flestir þeir sem fjallað hafa um vinnustaðamenningu eru sammála um að menning er byggð á mörgum þáttum svo sem gildum, trú, viðhorfum, táknum, samskiptum og hegðun
    Markmið rannsóknarinnar er að skoða vinnustaðamenningu A4 sem er hluti af fyrirtækinu Egilsson ehf. Fyrirtækið er í grunninn gamalgróin heildverslun sem hefur verið frá upphafi í eigu sömu fjölskyldu. Rannsóknin felur í sér að greina vinnustaðamenningu A4, styrkleikar og veikleikar hennar eru, hvort mismunandi vinnustaðamenning sé á milli starfsstöðva, eftir starfsaldri og starfshlutfalli þátttakenda. Í rannsókninni var notast við líkan Denison, Denison Organizational Culture Survey (DOCS) og var spurningalisti sem byggður er á líkaninu lagður fyrir alla starfsmenn A4. Spurningalistinn samanstendur af 60 spurningum sem skiptist í fjórar yfirvíddir en þær eru: markmið, samræmi, þátttaka og aðlögunarhæfni.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að vinnustaðamenning A4 mælist fremur sterk en þó sé aðgerða þörf á ákveðnum þáttum. Styrkleikar vinnustaðamenningar A4 eru helst þeir hversu starfsmenn eru skuldbundnir starfi sínu, sýna ábyrgðartilfinningu og leggja sig fram við að skila góðu starfi. Markmið og stefna A4 er skýr í hugum starfsmanna sem og gildi fyrirtækisins og skilningur starfsmanna á þörfum viðskiptavina. Niðurstöður leiða einnig í ljós mun á viðhorfi til vinnustaðamenningar á milli starfsstöðva A4 og eftir starfsaldir þátttakenda en einnig er mikill munur á viðhorfi eftir því hvort um er að ræða þátttakendur í fullu starfi eða hlutastarfi.

    Efnisorð : Viðskiptafræði, Mannauðsstjórnun, Vinnustaðamenning, Denison,

Samþykkt: 
  • 11.12.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf432,88 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð - Alfa Lára Guðmundsdóttir (2) (002).pdf2,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 5 ár.