is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32015

Titill: 
  • "Ég get bara ekki ímyndað mér að eiga bara eitt barn": Rannsókn á upplifun útivinnandi margra barna mæðra af vinnumarkaðinum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir að vinnuþátttaka kvenna á Norðurlöndum sé með því mesta sem gerist í OECD löndum virðist samt sem áður ríkja hefðbundin verkaskipting innan veggja heimilisins þar sem mæður minnka jafnan við sig vinnuna þegar þeim fæðast börn. Rannsóknir um vinnuþátttöku mæðra frá Bandaríkjunum skoða fyrst og fremst upplifun og viðhorf til þeirra, en hins vegar er launamismunun eitt af aðal rannsóknarefnum á Norðurlöndunum þar sem reynt er að útskýra í hverju sá munur liggur. Markmið eftirfarandi rannsóknar er að skoða hvort að íslenskar mæður upplifi mismunun atvinnurekanda í sinn garð eingöngu byggðan á fjölda barna þeirra og hvernig þeim líði almennt í vinnunni. Skoðaðar eru rannsóknir frá Bandaríkjunum og Norðurlöndunum og teknar fyrir kenningar fyrst og fremst frá Goffman um hlutverk og stimplun. Tekin voru sex eigindleg viðtöl, þar af þrjú með Skype við konur á aldrinum 35-45 ára og áttu þær fjögur til sex börn. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að íslenskum mæðrum líði almennt vel á vinnumarkaðinum og þær hafi ánægju af vinnu sinni. Þær upplifi þó augnagotur og viðbrögð frá einstaklingum vegna barnafjölda. Allir viðmælendur eru ánægðir með barneignafjölda sinn og upplifa ekki mismunun atvinnurekanda byggðan á fjölda barna.

Samþykkt: 
  • 13.12.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_ValgerðurHelgaHauksdóttir.pdf519.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsingummeðferðBAritgerðar.pdf246.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF