is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32017

Titill: 
  • Fæðingarorlof feðra: Orlofsnýting og áhrif
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Íslenskir feður öðluðust sinn sjálfstæða rétt til fæðingarorlofs með tilkomu laga um fæðingar- og foreldraorlof (nr. 95/2000). Sjálfstæður réttur feðra átti fyrst og fremst að hvetja þá til aukinnar þátttöku í umönnun barna. Feður hafa verið að nýta fæðingarorlof í mun minna mæli en mæður og hefur dregið úr orlofstöku þeirra frá árinu 2008. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða þættir hafa áhrif á orlofsnýtingu feðra og hvaða ástæður eru fyrir því að sumir feður fullnýta ekki fæðingarorlofsrétt sinn. Rannsóknarspurningarnar sem leitað svara var við voru; Hvað einkennir þá feður sem taka fæðingarorlof og þá sem gera það ekki? Hvað veldur því að sumir feður nýta ekki orlofsrétt sinn til fulls? Einnig voru lagðar fram tvær tilgátur; því hærri sem mánaðartekjur feðra eru, því ólíklegri eru þeir til að fullnýta sinn sjálfstæða rétt til fæðingarorlofs og feður með eigin rekstur eru ólíklegri til að nýta sjálfstæðan rétt sinn til fæðingarorlofs. Við vinnslu rannsóknarinnar var beitt megindlegum aðferðum sem unnar voru úr fyrirliggjandi gögnum rannsóknar Guðnýjar Bjarkar Eydal og Ingólfs V. Gíslasonar sem nefnist Atvinnuþátttaka foreldra og umönnun barna við þriggja ára aldur. Í þessari rannsókn var stuðst við gögn feðra sem voru í sambúð eða hjónabandi með móður við framkvæmd rannsóknarinnar. Niðurstöður sýna fram á að rúmlega helmingur feðra nýtir ekki orlofsrétt sinn til fulls eða tekur ekkert fæðingarorlof. Einnig að helstu ástæður þess tengdust tekjum feðra. Margir hverjir ná upp í þakið á greiðslum Fæðingarorlofssjóðs og telja þeir sig því ekki hafa tök á fæðingarorlofi. Af því gefnu eru mörg íslensk heimili sem verða fyrir þónokkurri tekjuskerðingu þegar kemur að fæðingarorlofi sem bitnar á samvistum foreldra og barna.
    Lykilorð: Fæðingarorlof, feður, sjálfstæður réttur, orlofsnýting, áhrif

Samþykkt: 
  • 17.12.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa MA-ritgerð-Fæðingarorlof feðra-KarlottaJóhannsdóttir.pdf2.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
scan_davida15_2018-11-20-09-10-50.pdf372.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF