Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32019
Ritgerð þessi fjallar um inntak og áhrif svonefndra CP3-viðmiða Evrópusambandsins á sviði vörumerkja sem gildi tóku á Íslandi 15. september 2017. Umrædd viðmið, sem lúta að mati á skráningarhæfni orð- og myndmerkja með lýsandi orðhluta, tóku gildi innan Evrópusambandsins árið 2015 og voru liður í samræmingu aðildarríkja sambandsins varðandi mat á því hvort vörumerki sem teljast til orð- og myndmerkja með lýsandi orðhluta teljist uppfylla ákvæði laga um sérkenni. Á grundvelli aðildar Íslands að Samningnum um evrópska efnahagssvæðið ákváðu íslensk stjórnvöld að taka CP3-viðmiðin upp í sína framkvæmd.
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er annars vegar að fjalla um inntak CP3-viðmiðanna og hins vegar að meta möguleg áhrif þeirra á mat íslenskra stjórnvalda á skráningarhæfni orð- og myndmerkja með lýsandi orðhluta. Í þeim tilgangi verður fyrst fjallað um lykildóma á sviði Evrópuréttar fyrir gildistöku viðmiðanna sem og framkvæmd íslenskra stjórnvalda í kjölfar niðurstöðu þeirra mála fram til 15. september 2017. Þá verður greint frá inntaki CP3-viðmiðanna og áhrif þeirra á framkvæmd á sviði Evrópuréttar. Að síðustu verður litið til framkvæmdar íslenskra stjórnvalda eftir gildistöku viðmiðanna hérlendis með það að leiðarljósi að kanna hvort CP3-viðmiðanna hafi haft merkjanleg áhrif á þeirra framkvæmd.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA_ritgerd_THB_Loka.pdf | 3 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
88B02BDA-AA82-4ACE-9952-BA3B4A3335AE.jpeg | 572,71 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |