is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32020

Titill: 
  • Frá vopnaburði til lyklaborða. Stafrænn veruleiki og lögsöguleg álitaefni.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upplýsinga- og samskiptatækni er að gerbreyta samfélögum um allan heim með aukinni framleiðni hefðubundins iðnaðar, gjörbyltum vinnuferlum og endurgerð á hraða og flæði fjármagns. Þessi hraði vöxtur hefur þó einnig í för með sér ókosti, en hann hefur opnað fyrir nýjar leiðir tölvutengdra brota. Net- og upplýsingaöryggi felur meðal annars í sér að efla traust viðskiptaumhverfi með baráttu gegn netógnum, að styrkja áfallaþol upplýsingakerfa, að efla netið sem frjálsan upplýsingamiðil og auka þekkingu og hæfni á sviði net- og upplýsingaöryggis
    Helstu álitefni net- og tölvuglæpa snúa að lögsögu, en þar sem netið er alheims-tölvunetkerfi og í reynd án landamæra sem tengir saman milljónir smærri netkerfa og tölvur, þá er ekki alltaf ljóst hvernig beita skuli lögsögu. Í þessari ritgerð verður gerð tilraun til að skýra það. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður fjallað almennt um net- og tölvuglæpi almennt og hugtakanotkun í stafrænum heimi. Þriðji kafli fjallar um lögsöguleg álitaefni og er þungamiðja ritgerðarinnar. Fjórði kafli kemur inná það sem er framundan í stafrænum heimi og lokaorð ritgerðarinnar eru í fimmta kafla.
    Þessi ritgerð er hugsuð sem inngangur að frekara rannsóknarverkefni.

Samþykkt: 
  • 17.12.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð í lögfræði Kolfinna Tómasdóttir.pdf517.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.png218.96 kBLokaðurYfirlýsingPNG