is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32022

Titill: 
 • Upptaka og innleiðing reglugerða um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði
 • Titill er á ensku The adoption and incorporation of EEA acts establishing The European System of Financial Supervision
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er ferli við upptöku og innleiðingu EES-gerða um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði fylgt eftir. Lög nr. 24/2017 um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði voru sett með það að markmiði að innleiða reglugerðir (ESB) nr. 1092-5/2010 og reglugerðar (ESB) nr. 1022/2013 sem komu evrópsku eftirlitskerfi á fót í landsrétt.
  Annar kafli fjallar stuttlega um þjóðarétt, vaxandi áhrifa þjóðaréttar og samspili hans við landsrétt ríkja. Því næst verður fjallað um Evrópusambandið, skst. ESB, og grundvelli þess gerð skil. Stutt umfjöllun um Fríverslunarsamtök Evrópu, skst. EFTA, og að lokum umfjöllun um Evrópska efnahagssvæðið, skst. EES.
  Í þriðja kafla verður litið til breytinga á regluverki því sem lýtur að fjármálastarfsemi í kjölfar alþjóðlegu efnahagskreppunnar sem náði hápunkti árið 2008. Fjallað verður sérstaklega um niðurstöðu De Larosiére skýrslunnar þar sem skýrslan var undanfari þeirra reglugerða sem komu evrópska eftirlitskerfinu á fót. Eru reglugerðir (ESB) nr. 1092-5/2010 og 1022/2013 gerð skil bæði innan ESB sem og EES.
  Í fjórða kafla er umfjöllun um innleiðingu EES-gerða í landsrétt. Fyrst er vikið að skuldbindingu til innleiðingar sem leiðir af 7. gr. samningsins um evrópska efnahagssvæðið því næst fjallað nánar um innleiðingu. Eru lög nr. 24/2017 tekin fyrir m.t.t. innleiðingar þar og að lokum fjallað um stöðu óinnleiddra EES-gerða.
  Í fimmta kafla eru niðurstöður dregnar saman þar sem fjallað er um virkni EES-samningsins og heimild löggjafans til framsals ríkisvalds. EES-samningurinn byggir á því að einsleitni verði náð með upptöku réttargerða ESB sem hann varða. Byggt hefur verið á því í framkvæmd EES-samningsins hér á landi að löggjafanum sé í takmörkuðum mæli og á afmörkuðu sviði heimilt að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana. Stjórnarskráin setur valdaframsali þröng mörk. Þanþol þessarar heimildar hefur komið til álita, þá sérstaklega m.t.t. reglugerða um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

Samþykkt: 
 • 17.12.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ásgeir Þorbergsson.pdf656.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ÁÞ - yfirlysing.pdf207.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF