is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32038

Titill: 
  • Tilslökunarreglan. Veruleg fjártjónshætta sem skilyrði fullframningar ákveðinna auðgunarbrota
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginþráður þessarar ritgerðar er umfjöllun um tilslökunarregluna í tengslum við fjártjónshættu. Tilslökunarreglan hefur mótast í bæði fræðiskrifum og dómaframkvæmd en í stuttu máli gengur hún út á það að vitneskja þess sem afbrot fremur, um að valda verulegri hættu á efnislegri skerðingu á eignum brotaþola sé nægileg til sakfellingar, en yfirleitt þarf ásetning til að valda sjálfu fjártjóninu þegar tjónsbrot er annars vegar. Því má segja að leiði háttsemi til þess að hagsmunum sé stefnt í verulega hættu sé skilyrði auðgunarásetnings um efnislega skerðingu uppfyllt. Fullframningarstig brota tekur mið af verknaðarlýsingu ákvæðisins ásamt skýringum og þróun á sviði réttarframkvæmdar. Því hefur verið talið að ekki skuli gera of strangar kröfur til ásetnings gerandans að valda eiginlegu fjártjóni heldur sé nægjanlegt að ásetningur hans standi til þess að valda verulegri hættu á fjártjóni. Ásetningur gerandans kann því að vera þannig háttað að hann vill ekki endilega láta brotaþola verða fyrir endanlegu fjártjóni heldur nær ásetningurinn til þess að láta brotaþolann bera áhættuna þegar ráðstöfunin er gerð. Það kann því að vera að hinn ákærði hafi ef til vill greiðsluvilja í byrjun en fjárhagsaðstæður hans bera það með sér að hann geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.
    Uppbygging ritgerðarinnar verður með þeim hætti að á eftir inngangskafla verður byrjað á að fjalla um auðgunarásetning og hvað felst í hlutrænum og huglægum efnisþáttum 243. gr. alm. hgl. Í þriðja kafla verður svo almennt fjallað um tilslökunarregluna, þá verður litið á tilslökunarregluna í sögulegu ljósi sem og hvað felst í muninum á fjártjónshættu og tilraun auk þess sem gerð verður grein fyrir því hvort fjártjónshætta sé farin að breyta eðli tjónsbrota yfir í hættubrot. Í fjórða kafla verður umboðssvikaákvæði 249. gr. alm. hgl. skoðað, en mest hefur reynt á tilslökunarregluna í tengslum við það ákvæði að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við ólögmætar lánveitingar, verður því lögð aukin áhersla á það ákvæði í umfjölluninni þar sem farið verður í mat á fjártjónshættu almennt hvað varðar umboðssvikaákvæðið sem og þegar um er að ræða ólögmætar lánveitingar. Verður svo litið til réttarstöðunnar á Norðurlöndunum sem og í Þýskalandi hvað varðar fjártjónshættu í umboðssvikamálum. Í kjölfarið verður farið yfir brotategundirnar fjárdrátt, fjársvik og skilasvik. Í undirköflum þessara brotategunda verður einnig skoðað hvernig mat Hæstaréttar á fjártjónshættu fer fram. Þá verður einnig gerð grein fyrir réttarstöðunni á Norðurlöndunum hvað tilslökunarregluna varðar þegar um að ræða þessar tegundir brota en þá verður einnig litið til þýsks réttar þegar við á. Verða svo niðurstöður kaflans dregnar saman í lok umfjöllunar um hvern brotaflokk. Þá verður í áttunda kafla reynt að svara þeirri spurningu hvort beiting tilslökunarreglunnar upfylli skilyrðið um lögbundnar refsiheimildir. Loks verða helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 4.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEISTARARITGERÐ-nýjast.pdf948.82 kBLokaður til...05.01.2050HeildartextiPDF
Skemman-yfirlýsing.pdf1.11 MBLokaðurYfirlýsingPDF