is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3204

Titill: 
  • Áhrif svæðisbundinnar auðkenningar á matvælaframleiðslu Eyjafjarðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Matvælaframleiðsla á Eyjafjarðarsvæðinu hefur um árabil verið ein af stærstu atvinnugreinum svæðisins. Með skýrslu þessari er skoðað hvernig sterkt svæðisbundið auðkenni getur haft jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu svæðisins. Félagið Matur úr héraði var stofnað í samvinnu við matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Það byggir á menningu og sögulegri ímynd svæðisins og er félaginu ætlað að standa fyrir og kynna svæðisbundna matvælaframleiðslu svæðisins undir auðkenninu Matur úr héraði.
    Svæðisbundin auðkenning er misjöfn eftir landfræðilegri staðsetningu hvers svæðis fyrir sig. Í Evrópu er notuð svæðisbundin skráning (e: Geographical index) sem er ætlað að verja svæðisbundin matvæli hvers staðar fyrir sig, uppruna þess og nafn. Í Ameríku er notast við skrásett vörumerki (e: registered trademark) og upprunamerkingar. Að auki er sérstök leið, AVA, sem notuð er við að tengja og merkja vín framleiðslusvæði sínu. Klasastarf svæða einkennist af því að einstök svæði þurfa að skilja og skilgreina sérstöðu sína. Þar taka aðilar innan sömu atvinnugreinar sig saman og skapa tengslanet og byggja upp samstarf fyrirtækja þrátt fyrir að það séu samkeppnisaðilar. Með því að taka upp samstarf og vinna í klösum skapast fleiri tækifæri og hagkvæmni stæðar getur þannig skapað samkeppnisforskot.
    Félagið Matur úr héraði hefur ekki náð takmarki sínu á þeim þremur árum sem það hefur verið starfrækt. Það er ekki nægilega sýnilegt í umhverfi sínu og fyrirtæki innan klasans hafa ekki öll starfað saman sem skyldi. Það þarf að vera fastráðinn starfsmaður hjá félaginu í hálfu eða heilu starfi sem vinnur að því að markaðssetja félagið og sjá um mál félagsmanna þess. Í vettvangskönnun sem skýrsluhöfundur framkvæmdi kom fram að þekkjanleiki merkis þeirra er ótrúlega lítill og ljóst að varla er hægt að segja að þeir nái því að verða auðkenni. Gerð hafa verið mikil mistök í klasasamstarfinu og auðkenningarferlinu og hefur félagið þar af leiðandi ekki gengið nægilega vel. Í dag er Matur úr héraði ekki sterkt jákvætt svæðisbundið auðkenni en miklir möguleikar eru til staðar og ef félaginu er stjórnað vel getur þetta orðið sterkt svæðisbundið auðkenni.

Athugasemdir: 
  • Unnið fyrir Matvælasetur Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 13.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heild audkenning.pdf5.68 MBOpinnÁhrif svæðisbundinnar auðkenningar á matvælaframleiðslu Eyjafjarðar - heildPDFSkoða/Opna
Utdrattur audkenning.pdf9.28 kBOpinnÁhrif svæðisbundinnar auðkenningar á matvælaframleiðslu Eyjafjarðar - útdrátturPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit audkenning.pdf10.75 kBOpinnÁhrif svæðisbundinnar auðkenningar á matvælaframleiðslu Eyjafjarðar - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskrá audkenning.pdf72.57 kBOpinnÁhrif svæðisbundinnar auðkenningar á matvælaframleiðslu Eyjafjarðar - heimildaskráPDFSkoða/Opna