is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32040

Titill: 
  • "Manni þykir vænt um fólkið sitt og þess vegna vill maður vera hérna" Viðhorf og upplifun hjúkrunarfræðinga til vinnustaðamenningar á bráðadeild Landspítala
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efni þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og upplifun hjúkrunarfræðinga á bráðadeild Landspítala til vinnustaðamenningar þar. Stefnt er að sameiningu allra sex bráðamóttaka Landsspítalans innan fárra ára og því þótti áhugavert að kanna vinnustaðamenningu á bráðadeild.
    Þátttakendur voru átta hjúkrunarfræðingar sem allir starfa á bráðadeild Landspítalans. Starfsaldur þeirra var frá tveimur árum upp í tuttugu og sjö ár. Rannsóknin byggðist á eigindlegum aðferðarfræðum þar sem tekin voru viðtöl við þátttakendur, hálfopin viðtöl með fyrirfram ákveðnum viðtalsramma. Notast var við fyrirbærafræði við greiningu og úrvinnslu ganga og voru greind þemu og undirþemu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestir hjúkrunarfræðingarnir upplifa ekki stéttaskiptingu á bráðadeildinni. Þar sé litið á alla sem jafningja og þeir hjúkrunarfræðingar sem voru með lengri starfsreynslu litu á vinnufélagana sína sem vini og töluðu jafnvel um þá sem fjölskylduna sína. Upplifun af samskiptum á deildinni er, að þau virðast opin, þar sem allir geta talað við alla. Flest allir hjúkrunarfræðingarnir voru sammála því að teymisvinna gengi mjög vel þegar tekið væri á móti alvarlega slösuðum eða veikum einstaklingum eða í endurlífgunum. Aftur á móti fannst þeim flestum lítil teymisvinna vera þess utan. Þátttakendur voru sammála um fjóra þætti sem hefðu mótað menninguna gegnum árin en það var fólkið sjálft, aðstæðurnar sem það vinnur við, stjórnandinn og fjölbreytileikinn í verkefnum. Ýmsir siðir og venjur komu fram hjá viðmælendum eins og svartur húmor og snerting. Flestir voru hjúkrunarfræðingarnir sammála um að þegar mistök væru gerð á deildinni færi atvikið í ákveðinn farveg. Þeir voru einnig flestir sammála því að eftirfylgni vantaði í tengslum við atvik. Allir viðmælendur voru sammála um að viðrunarfundir væru notaðir sem tæki til að takast á við erfið mál sem kæmu á deildina og voru þeir allir ánægðir með það fyrirkomulag. Flestir voru sammála því að stöðugar breytingar væru á deildinni, stundum gengi vel en ekki alltaf og þá vantaði upp á eftirfylgnina. Flestir hjúkrunarfræðingarnir voru sammála um að starfsfólk þekkti gildi Landspítalans og ynni eftir þeim dags daglega en ómeðvitað.

Samþykkt: 
  • 4.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
20190104T154420.pdf406.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS-ritgerðin-lokaútgáfa (2)RMR.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í þrjú ár.