is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32044

Titill: 
  • Afmörkun launþega og verktaka: Afstaða dómstóla og skattayfirvalda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þau atriði sem dómstólar og skattayfirvöld fara eftir þegar leggja þarf mat á hvort aðilar séu launþegar eða verktakar, eru m.a. hvort starfið sé aðal- eða aukastarf, hver ber ábyrgð á verkinu, sjálfstæði einstaklingsins, persónulegt vinnuframlag og hvernig greiðslufyrir-komulaginu er háttað.
    Í þessari ritgerð verður farið yfir muninn á launþegum og verktökum. Farið verður yfir hverjir eru skattskyldir hér á landi, og einnig muninn á skattlagningu einstaklinga og atvinnureksturs, þ.e. hvaða tekjur eru skattskyldar og hvaða gjöld eru frádráttarbær. Því næst verður farið yfir muninn á atvinnurekstri og tómstundastarfsemi. Þá verður gerður samanburður á launþegum og verktökum og úrskurðir yfirskattanefndar notaðir til rökstuðnings. Að lokum verður afstaða dómstóla og skattayfirvalda útskýrð og vísað verður í dóma Hæstaréttar.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar er að það er efni samningsins sem skiptir öllu máli en ekki form hans (heiti), þegar dómstólar og skattayfirvöld úrskurða hvort aðilar séu launþegar eða verktakar. Launþegar vinna hjá fyrirtækjum og eru þar undir stjórn og ábyrgð yfirmanna. Verktakar eru hins sjálfstæðir aðilar sem vinna verkefni fyrir aðra og bera þeir ábyrgð á verkinu.

Samþykkt: 
  • 7.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afmörkun launþega og verktaka - Lokaskil.pdf944,77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Þorkell Már.pdf255,8 kBLokaðurYfirlýsingPDF