is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32046

Titill: 
 • Fagur fiskur í sjó: Réttarreglur er lúta að fiskeldi á Íslandi með áherslu á veitingu rekstrar- og starfsleyfa
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru réttarreglur er lúta að fiskeldi á Íslandi með áherslu á veitingu rekstrar- og starfsleyfa. Leitast er við að svara þeirri spurningu hvaða hlutverki leyfisferli rekstraraðila fiskeldisfyrirtækja gegnir í vernd á umhverfinu. Einnig er fjallað um hvaða ábyrgð rekstraraðilar fiskeldis bera vegna hugsanlegs umhverfistjóns sem starfsemin getur valdið.
  Í ritgerðinni er gerð grein fyrir hugtakinu mengun og mismunandi birtingarmyndum þess í tungumáli okkar og lögum. Fjallað er um alþjóðlega samninga sem tengjast fiskeldi, sem Ísland er aðili að eða hefur verið aðili að í þeim tilgangi að búa til heildarmynd utan um þær reglur sem gilda um fiskeldi á alþjóðavettvangi. Þar má nefna hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og samning um verndun lax í Norður Atlantshafi.
  Þær lagalegu kröfur sem gilda um fiskeldi á Íslandi eru samhljóma þeim alþjóðasamningum og Evróputilskipunum sem eru í gildi þ.e. að vernda umhverfið og stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna svo sem laxastofna auk þess að setja fiskeldisgreininni skýrar reglur og umgjörð.
  Í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum er settur sá rammi sem Skipulagsstofnun skal fara eftir við mat á því hvort ákveðin framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum eða ekki, þ.e. umfang framkvæmdar, nýtingu náttúruauðlinda, úrgangsmyndun, mengun og ónæði. Í ritgerðinni er fjallað um nokkrar ákvarðanir Skipulagsstofnunar um það hvort ákveðin framkvæmd sé háð umhverfismati eða ekki. Þar kemur fram mismunandi álit umsagnaraðila sem hver um sig leggur fram mat sitt út frá sérsviði sínu.
  Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í sérstökum kafla. Þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að leyfisferlið gegnir því mikilvæga hlutverki að mynda jafnvægi á milli starfsemi fiskeldisfyrirtækja og vernda villta nytjastofna og aðra þætti umhverfisins.

Samþykkt: 
 • 7.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman _yfirlýsing_undirrtuð.pdf416.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ritgerðin lokaskjal_með forsíðu.pdf1.03 MBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF