is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32047

Titill: 
  • ,,Þú ert fyrst og fremst að leita að þeim besta" : Upplifun sérfræðinga í ráðningum af stjórnendaleit (e.headhunting)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ráðningaraðferðin stjórnendaleit hefur verið veruleiki á íslenskum vinnumarkaði um þó nokkurt skeið. Samt sem áður er aðferðin ekki svo ýkja gömul á alþjóðavísu. Hér á landi er stjórnendaleit beitt, með mismunandi hætti, bæði á einka- og opinbera vinnumarkaðinum í því augnamiði að ná í hæfasta starfsmanninn fyrir tiltekið starf.
    Rannsókn þessi veitir innsýn í leit sérfræðinga í ráðningum að ákjósanlegustu stjórnendunum og hvaða álitamál geta komið upp í slíku ferli.Til þess að fanga upplifun sérfræðinga í ráðningum hér á landi var notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við 8 einstaklinga sem hafa mikla reynslu af stjórnendaleit.
    Niðurstöður leiddu í ljós hvernig ferli stjórnendaleitar er hér á landi, þróun aðferðarinnar og upplifun viðmælenda af því að beita þessari ráðningaraðferð þrátt fyrir smæð íslensks vinnumarkaðar. Þar sem mannauður er dýrmætasta auðlind skipulagsheilda og getur aukið samkeppnisforskot þeirra, er gríðarmikilvægt að vel takist til við ráðningar og réttu einstaklingarnir séu valdir til verka. Það kom fram að mikilvægsta verkfæri sérfræðinganna reyndist vera tengslanetið þeirra sem þeir eru stöðugt með í þróun og uppfærslu. Niðurstöður bentu ennfremur til þess, að þó að unnið sé markvisst að því að minnka kynjamun við ráðningar í stöðu sérfræðinga og æðstu stjórnenda töldu viðmælendur að við ættum enn langt í land á þeim vígstöðvum. Þá kom einnig fram að einn helsti ávinningur þess við að nýta sér stjórnendaleit er að leitin færir skipulagsheildum ávallt hæfasta stjórnandann eða sérfræðinginn að hverju sinni og ennfremur lágmarkar áhættu á að rangur aðili sé ráðinn.

Samþykkt: 
  • 7.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaKarolinaskemmanpdf.pdf674.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysingummedferd.png676.51 kBLokaðurYfirlýsingPNG