is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32049

Titill: 
  • Orðum fylgir ábyrgð. Um ábyrgð netmiðla og annarra vefsíðna á ærumeiðandi ummælum í athugasemdakerfum.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Óhætt er að segja að landslagið í fjölmiðlaheiminum hafi tekið miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum, ekki síst sökum gríðarlegra tæknibreytinga og aukins aðgengis að upplýsingum. Þar hefur tilkoma Internetsins haft hvað mest áhrif enda hefur það gjörbylt nútímasamfélagi manna og fjölmiðlun á Netinu er nú samofin daglegu lífi einstaklinga. Fjölmiðlar færa starfsemi sína í auknum mæli yfir á Netið, nýir miðlar skjóta sífellt upp kollinum og auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Hafa menn þannig áður óþekkta möguleika til tjáningar, meðal annars á samfélagsmiðlum og spjallsíðum eða í athugasemdakerfum. Slík athugasemdakerfi, þar sem menn geta sett inn ummæli, t.d. undir fréttum sem þeir lesa á netmiðlum, geta vissulega verið vettvangur innihaldsríkra umræðna en umbreytast hins vegar iðulega í gróðrarstíu fyrir ærumeiðingar, hótanir og grófan munnsöfnuð, oft undir dulnefni. Hefur þetta reynst mörgum áhyggjuefni, meðal annars með tilliti til hugsanlegrar ábyrgðar netmiðla, sem halda úti slíkri þjónustu, á ærumeiðandi ummælum þriðja manns í athugasemdakerfi þeirra. Umrætt álitaefni hefur komið til kasta mannréttindadómstóls Evrópu á síðustu árum og hafa dómar hans valdið nokkurri ólgu og skapað umræður víða um heim um stöðu tjáningarfrelsis á Internetinu. Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hvaða ábyrgðarreglur gilda að íslenskum rétti um birt efni á Internetinu og hvort ábyrgð netmiðla og annarra vefsíðna á ærumeiðandi ummælum þriðja manns í athugasemdakerfi sé tæk, en enn hefur ekki reynt á þetta tiltekna álitaefni fyrir íslenskum dómstólum. Þá verður höfð hliðsjón af dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins og skoðað hvaða sjónarmið koma fram í þeim dómum sem fallið hafa um efnið, hvernig þau horfa við gildandi reglum íslensks réttar og hvers íslenskir dómstólar þurfa að líta til í úrlausnum sínum við mat á hugsanlegri ábyrgð framangreindra aðila svo niðurstaðan feli ekki í sér brot gegn ákvæði 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.

Samþykkt: 
  • 7.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Skemman.pdf1.22 MBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf318.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF