Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32051
Í þessari ritgerð er greint frá listasamlaginu post-dreifingu sem stofnað var í desember 2017 ásamt því að máta hvernig hún passar við anarkískar skipulagskenningar. Kenning Colin Ward um ósjálfrátt skipulag er notuð sem meginkenningarrammi ritgerðarinnar ásamt því að byggja á hugmyndum Pyotr Kropotkin um samhjálp. Rannsóknarspurningin er: Samræmist starfsemi post-dreifingar kenningu Colin Ward um ósjálfrátt skipulag? Að auki er litið til þess hvað telst til anarkískra skipulagsheilda samkvæmt Ward. Ásamt þessu er einnig litið til þess hvernig anarkismi birtist í pönkstefnunni og fyrirbærum tengdum henni og hvernig þessi menningarstraumur barst til Íslands. Með þessum straumi varð til fyrsta listasamlagið sem er skoðað: Smekkleysa. Listasamlögin Smekkleysa, Tilraunaeldhúsið og S.L.Á.T.U.R. eru greind og borin saman við post-dreifingu innan víðari kenningaramma anarkisma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
baritgerð.pdf | 447,82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
[Untitled].pdf | 32,05 kB | Lokaður | Yfirlýsing |