is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32052

Titill: 
  • Brýtur umskurður drengja gegn Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umskurður drengja hefur ekki verið fyrirferðarmikið álitaefni í íslenskum rétti í sögulegu samhengi. Engum lagaákvæðum er til að dreifa um slíkar aðgerðir á drengjum og þær eru hvorki leyfðar né bannaðar með berum orðum í lögum. Aftur á móti hefur umskurður drengja rutt sér til rúms í umræðunni í kjölfar lagafrumvarps sem lagt var fram á 148. löggjafarþingi Íslands, Alþingi, veturinn 2017-2018 um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 sem fól í sér að umskurður á kynfærum drengja yrði gerður refsiverður. Í rökstuðningi frumvarpsins kom m.a. fram að umskurður drengja bryti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
    Í þessari ritgerð verður gerð tilraun til að svara þeirri spurningu hvort að umskurður drengja brjóti gegn Barnasáttmálanum. Í því skyni verður gert grein fyrir þeim ákvæðum Barnasáttmálans er hafa þýðingu í þessu sambandi, öðrum fræðilegum heimildum ásamt að gert verður grein fyrir dómaframkvæmd sem skipt getur máli um álitaefnið.

Samþykkt: 
  • 7.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erling_Reynisson_lokaritgerð_yfirlýsing.pdf228.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Erling_Reynisson_lokaritgerð_Forsíða.pdf40.2 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Erling_Reynisson_lokaritgerð.pdf986.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna