Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32053
Mannauður félagasamtaka á Íslandi er að mörgu leyti lítt rannsakað fyrirbæri. Starf ýmissa félagasamtaka hérlendis byggist á blönduðum mannauð sem felur í sér sjálfboðaliða og launað starfsfólk. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á upplifun þeirra sem starfa fyrir Rauða krossinn á Íslandi, hvort sem starfið er launað eða sjálfboðið. Einnig verður gerð tilraun til þess að gefa heildstæðari mynd af stöðu Rauða krossins á Íslandi með innsýn í upplifun sérfræðinga þriðja geirans af hreyfingunni og geiranum almennt. Þriðji geirinn hefur tekið miklum breytingum síðastliðin ár með aukinni fagvæðingu sem leiðir til þess að rannsókna er þörf. Aukin heldur er tíðni kulnunnar há innan þriðja geirans og því nauðsynlegt að varpa ljósi á hvað veldur og hvort hægt sé að bregðast við. Í rannsókninni er stuðst við eigindlega aðferðafræði með hálfopnum einstaklingsviðtölum sem voru 23 talsins: níu sjálfboðaliðar, níu starfsmenn og fimm sérfræðingar.
Helstu niðurstöður leiða í ljós að upplifun viðmælenda af starfi sínu fyrir Rauða krossinn á Íslandi feli í sér togstreitu á milli þess annars vegar að finna til mikillar ánægju og stolts af störfum sínum og hins vegar þess að upplifa mikið álag og streitu. Vellíðan vegna árangurs í starfi leiðir til þess að starfsfólk sýnir mikla þrautseigju þegar yfirstíga þarf hindranir. Með aukinni áherslu á þjálfun, stuðning og endurgjöf mætti stuðla enn fremur að vellíðan hjá starfsfólki og sjálfboðaliðum Rauða krossins. Niðurstöður úr viðtölum við sérfræðinga benda til þess hlutverk starfsfólks og sjálfboðaliða muni taka breytingum. Rauði krossinn verður að vera á tánum til að fylgja þeim eftir enda er hlutverk þeirra sem einna stærstu félagasamtaka á Íslandi afar stórt í íslensku samfélagi. Niðurstöður rannsóknarinnar má nota til þess að efla stjórnunarfræði innan þriðja geirans á Íslandi og sér í lagi mannauðsstjórnun. Niðurstaða rannsóknarinnar byggir á sýn þriggja ólíkra hópa innan þriðja geirans og á rannsókn þessi sér ekki hliðstæðu hérlendis.
Lykilorð: Rauði krossinn á Íslandi – sjálfboðaliðar – störf þriðja geirans - mannauðsstjórnun – félagasamtök – þriðji geirinn – upplifun – dulið samkomulag – sálrænn samningur
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSc - Margrét Lúthersdóttir 2019.pdf | 1,2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing MSc - Margrét Lúthersdóttir.pdf | 117,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.