is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32055

Titill: 
  • Konur til áhrifa: Konur í leiðtogastöðum sveitarstjórna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu kvenna innan sveitarstjórna og er sjónum aðallega beint að hlutfalli kvenna í leiðtogastöðum sveitarstjórna. Ef konur eru í leiðtogastöðum geta þau haft aukin áhrif innan sveitarstjórna. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum í sveitarstjórnum og bera það við heildar hlutfall þeirra í sveitarstjórnum. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 var hlutfall kvenna innan sveitarstjórna 35,7% en eftir kosningarnar 2018 hafði hlutfall þeirra hækkað í 47,2% og er það hæst hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á Íslandi frá upphafi. Upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum innan sveitarfélaga verða skoðaðar og þær bornar saman við breytt hlutfall þeirra árin 2006, 2010, 2014 og 2018.
    Leitast er eftir því hvort munur sé á hlutfalli kvenna í helstu stjórnunarstöðum innan sveitarfélaga út frá mismunandi flokkunum. Þær flokkanir sem eru skoðaðar sérstaklega og bornar saman eru skipting sveitarfélaga á milli landshluta, skipting sveitarfélaga eftir íbúafjölda og einnig skipting sveitarfélaga eftir því hvernig uppbygging sveitarstjórnar er. Jafnframt verður sérstaklega skoðað hvort munur sé á hlutfalli karla og kvenna þegar kemur að stöðu þeirra sem pólitískir stjórnendur, fremur en ópólitískir.
    Niðurstöður ritgerðar sýna svart á hvítu að hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum innan sveitarstjórna hefur ekki aukist í sama hlutfalli og fjölgun þeirra innan sveitarstjórna á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 7.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Konur til áhrifa.pdf588.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf321.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF