is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32057

Titill: 
 • Gagnalekar: Viti til varnaðar
 • Titill er á ensku Data breach: Lesson to be learned
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari eigindlegu rannsókn var viðhorf stjórnmálamanna til gagnaleka kannað og hvort þeir teldu að lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga veittu almenningi næga vernd fyrir gagnaleka. Einnig var viðhorf þeirra til þess hvort þeir teldu að stjórnvöld væru að sinna skyldu sinni varðandi upplýsingagjöf til almennings og gegnsæi í rekstri samkvæmt ákvæðum upplýsingalaganna nr. 140/2012. Að lokum voru þeir spurðir út í gagnaöryggisvitund þeirra og meðhöndlun á viðkvæmum upplýsingum.
  Rætt var við sex einstaklinga, þrír þeirra höfðu á einhverjum tíma átt sæti á Alþingi en hinir höfðu sinnt öðrum störfum innan sinna stjórnmálaflokka. Einnig voru framkvæmdar fimm þátttökuathuganir.
  Skiptar skoðanir voru meðal viðmælenda varðandi viðhorf þeirra til gagnaleka. Helmingur þeirra taldi þá vera slæma og ættu helst ekki að eiga sér stað. Hinn helmingurinn, þeir sem setið höfðu á Alþingi, sögðu það hins vegar skipta máli hvers eðlis lekarnir væru. Birting á viðkvæmum persónuupplýsingum einstaklinga væri alltaf af hinu slæma og persónuverndarlögin veittu takmarkaða vörn þegar viðkvæmar upplýsingar væru orðnar opinberar. Hins vegar töldu þeir að þegar uppljóstrað væri um málefni sem vörðuðu almannahagsmuni væri það réttlætanlegra.
  Þegar viðhorf viðmælenda til þess hvernig stjórnvöld stæðu sig í hvað upplýsingagjöf til almennings varðaði sögðust flestir telja að þau stæðu sig vel en þó mætti alltaf gera betur. Nú hefði ríkisbókhaldið í auknum mæli verið opnað og farið væri að birta ýmsar upplýsingar sem ekki hefðu verið opinberar áður. Þeir töldu að helst væru það upplýsingar sem bentu til spillingar sem reynt væri að fela fyrir almenningi.
  Loks voru viðmælendur spurðir út í gagnaöryggisvitund þeirra og meðhöndlun viðkvæmra upplýsinga. Þeir sögðust allir reyna að fara eftir þeim reglum sem þeim væru settar á vinnustaðnum og gættu öryggis þeirra gagna sem þeir meðhöndluðu þar en þeir gættu mun ver að öryggi sinna eigin upplýsinga.

 • Útdráttur er á ensku

  In this qualitative study which named Data Breach: Lesson to be learned, the opinions of politicians for data breaches were examined. They were asked whether they considered that Law No. 90/2018 general data protection regulation would protect the public for data breaches. They were asked about their opinion of whether the government were performing its duty regarding disclosure of information and transparency under the provisions of the Information Act no. 140/2012. Finally, they were asked about their awareness of data security.
  Six people participated in this study. Three of them had at one time been members of the Icelandic parliament and three were members of a political parties. Five participation tests were also conducted.
  The interviewees had different opinions towards data breaches. Half of them thought data breaches were bad and they should preferably not take place. The other half, those who had been members of the parliament, however, considered the nature of the data, the leakage of personal information was always bad. They thought the general data protection regulation and privacy laws provided limited protection when sensitive information were available for public eyes. On the other hand, they felt justified towards leakage of data that matters to public interest.
  The interviewees felt that the government were doing well in providing information to the general public, but it could always be better. The governmental information has been getting more and more open to a public view, mostly factors related to corruption that they tried to hide from the public.
  Finally, the data security awareness of the interviewees was examined and they said they all followed the rules that were put in the workplace, but they thought less about the security of other information they personally had.

Samþykkt: 
 • 7.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sonja Freydís Ágústsdóttir MIS 2019.pdf906.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sonja Freydís Ágústsdóttir - MIS 2019.pdf132.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF