Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32058
Viðfangsefni þessarar MA ritgerðar í safnafræði er að rannsaka hvort efni á samfélagsmiðlum (e. social media) sé menningararfur sem söfnum beri að varðveita. Fjallað er almennt um samfélagsmiðla, söguna á bakvið þá og hverskonar fyrirbæri þeir eru. Facebook er tekið fyrir sem dæmi um samfélagsmiðla og gerð er síðan grein fyrir ákveðnu einkenni samfélagsmiðla sem er sjónræn samskipti. Einnig er fjallað um öll þau ólíku áhrif sem samfélagsmiðlar hafa á samfélagið. Næst er menningararfur tekinn fyrir og rýnt í skilgreiningar og orðræðu um menningararf. Samfélagsmiðlar eru síðan ræddir frekar og þeir tengdir við umræðu um menningararf og spurt er hvort hægt sé að líta á samfélagsmiðla sem menningararf. Gerð er grein fyrir söfnum og breyttu hlutverki þeirra og hvort þau eigi að bera ábyrgð á því að varðveita samfélagsmiðla. Síðan eru rædd ýmis vandamál sem tengjast því að varðveita samfélagsmiðla, þ.e. vandamál sem tengjast varðveislu og grisjun og eru ljósmyndir teknar fyrir sem dæmi. Einnig eru rædd ýmis tæknileg, siðferðisleg og lagaleg vandamál. Í lokin eru umræður í kringum breyttar áherslur stjórnvalda og safna varðandi varðveislu samfélagsmiðla og hvernig aukin samvinna getur auðveldað varðveislu á því flókna viðfangsefni sem samfélagsmiðlar eru.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bryndís Freyja Petersen - MA ritgerð í safnafræði.pdf | 887.07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Bryndís Freyja - yfirlýsing MA ritgerð.jpg | 1.64 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |