Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/32062
Rannsóknir sýna að ýmsir þættir í vinnuumhverfi einstaklinga geta haft áhrif á vellíðan þeirra í starfi og líkamlega heilsu. Einnig sýna rannsóknir að stjórnendur og áherslur þeirra og stuðningur spila lykilhlutverk þegar kemur að vellíðan starfsfólks og árangursríkri heilsueflingu á vinnustað. Fáar rannsóknir eru til hér á landi um heilsueflingu á vinnustað og mikilvægt að bæta við þá þekkingu.
Markmiðið með rannsókninni var að varpa ljósi á áherslur stjórnenda á vellíðan starfsfólks í fyrirtækjum sem eru með formlegt starf vegna heilsueflingar og hvað felst í heilsueflingu fyrirtækjanna. Um er að ræða eigindlega rannsókn og viðtöl við átta stjórnendur.
Niðurstöður leiddu í ljós að almennt leggja viðmælendur áherslu á vellíðan starfsfólks með því að huga að vinnuumhverfi starfsfólks sem felst í því að veita stuðning, hvatningu til að hafa áhrif á eigin störf, sýna frumkvæði, þroskast og þróast í starfi. Einnig voru áherslur lagðar á að vinnuaðstaða starfsfólks væri ákjósanleg. Aðferðir sem notaðar voru í heilsueflingu fyrirtækjanna var almennt í gegnum hvatningu, stuðning, fræðslu og eftirlit og með því að huga að vinnuaðstöðu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áherslur viðmælenda endurspegli þætti sem fyrri rannsóknir hafa sýnt að tengist vellíðan starfsfólks. Einnig benda niðurstöður til þess að aðferðir og áherslur viðmælenda endurspegli heilsueflandi forystu og þætti sem falla undir skilgreiningar um heilbrigða vinnustaði og að heilsuefling innan fyrirtækja þeirra geti borið árangur.
Rannsóknin er framlag til þróunar, þekkingar og getur haft hagnýtt gildi fyrir starfsmenn og stjórnendur um leiðir til heilsueflingar á vinnustað.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing_IEV.pdf | 132.93 kB | Locked | Yfirlýsing | ||
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir_lokaskil.pdf | 1.2 MB | Open | Complete Text | View/Open |