is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32063

Titill: 
  • Opinber innkaup: Rammasamningar sem stjórntæki hins opinbera
  • Titill er á ensku Public Procurement: Framework Contracts as Tools of Government
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn beinist að innkaupum opinberra aðila á vörum og þjónustu eftir rammasamningum Ríkiskaupa í aðdraganda og eftir efnahagshrunið 2008. Innkaup á árabilinu 2006-2010 eru skoðuð og borin saman við síðustu aðgengilegu gögn þegar þetta verkefni er ritað, þ.e. gögn frá árinu 2016. Leitast er við að varpa fræðilegu ljósi á þá megin spurningu rannsóknarinnar hvernig innkaup utan rammasamninga Ríkiskaupa hafa þróast á þessu tímabili og hvað kann að skýra þá þróun? Markmið rannsóknarinnar er að fá betri skilning á umfangi innkaupa opinberra aðila á vörum og þjónustu utan rammasamninga og ástæðum þess að opinberir aðilar velja þann kost. Í þeim tilgangi er kannað hvernig tryggð við samninga hefur þróast, það er hversu mikið/lítið opinberir aðilar kaupa af vörum og þjónustu fram hjá samningum og leitað skýringa á kaupum utan rammasamninga.
    Rannsóknin er megindleg rannsókn að mestu leyti þar sem unnið er með gögn úr bókhaldi Ríkiskaupa og ríkisreikningum, auk þess sem höfundur lagði spurningakönnun fyrir opinbera kaupendur í tvígang, með fimm ára millibili, til að leita skýringa á hvers vegna keypt er fram hjá rammasamningum. Til að leita frekari skýringa og varpa ljósi á niðurstöður tók höfundur einnig viðtöl við lykilstarfsmenn Ríkiskaupa.
    Helstu niðurstöður eru að tryggð við rammasamninga hefur aukist frá árinu 2006 og fleiri opinberir aðilar haga innkaupum sínum eftir rammasamningum en þeir sem kjósa að semja beint við birgja um vöru og þjónustu sem boðin hefur verið út í rammasamningsútboðum. Þá var megin niðurstaða kannana að flestir svarenda telja Ríkiskaup standa sig vel við að ná bestu kjörum og eru almennt sáttir við rammasamninga, þó vaxandi óánægju gæti meðal svarenda með kynningu samninga, fjölda birgja og vöruúrval innan rammasamninga.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines the public procurement of goods and services under framework contracts tendered by the Icelandic State Trading Centre (STC) in the years leading up to, and following, the economic collapse of 2008. Public procurement in the period 2006-2010 is analysed and compared with the most recent data from 2016. The aim of the research is to shed a theoretical light on the main research question; how public procurement outside the framework contracts have developed in the period and what can explain that development? To seek answers loyalty to the framework contracts in analysed, i.e. how much/little public purchasers procure outside the agreed framework contracts.
    The research is mainly quantitative, working with data from the STC, the public procurement agency in Iceland, and State Accounts from the Financial Management Authority. In addition, a survey was conducted among public purchasers twice, with a five-year interval, in order to explain the deviation from purchases according to framework contracts. To further seek explanations of the results, interviews were conducted with key managers in the STC.
    The main conclusions are that loyalty to the framework contracts for procurement of goods and services has increased since 2006 and that more public purchasers procure according to the contracts, rather than directly from suppliers. The main conclusion from the surveys is that most respondents agree that the STC is doing well in getting the best deals and there is a general contentment with the framework contracts. However, there is an increased discontentment with the low number of suppliers, a smaller selection of products and goods, and the benefits of the contracts for public purchasers need to be better promoted.

Samþykkt: 
  • 7.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_JK_2019_LOKAÚTGÁFA.pdf974,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-yfirlýsing_JK.pdf148,11 kBLokaðurYfirlýsingPDF