is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32064

Titill: 
 • Kærur og kvartanir vegna handhafa lögregluvalds
 • Titill er á ensku Complaints regarding police authorities
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lögreglan sinnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Verkefnin eru fjölbreytt og umfangsmikil og því samskipti lögreglumanna og borgaranna mikil. Þann 1. febrúar 2018 starfaði 721 lögreglumaður á Íslandi. Að jafnaði voru 358 viðfangsefni skráð daglega hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sýna mælingar að lögreglan nýtur almennt mikils trausts.
  Þá er ljóst að löggæslan gengur ekki ávallt hnökralaust fyrir sig. Undanfarin ár hafa gengið dómar þar sem lögreglumenn hafa verið dæmdir til refsingar fyrir brot í starfi. Skýrasta vísbendingin um að ætluð brot lögreglumanna í starfi séu raunhæft úrlausnarefni í íslensku samfélagi er þó líklega sú að árið 2016 taldi Alþingi tilefni til að festa í lög fyrirmæli um breytt fyrirkomulag við meðferð á kærum og kvörtunum vegna starfa lögreglumanna, sbr. lög nr. 62/2016 um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum.
  Tilefni þessarar rannsóknar eru vísbendingar og upplýsingar sem liggja fyrir um brot lögreglumanna í starfi. Markmið rannsóknar er að greina lagaumhverfi kæru og kvartana vegna handhafa lögregluvalds.
  Kaflaskipting ritgerðar er með þeim hætti að í 2. kafla verður lagaumhverfi lögreglu skoðað og litið til hlutverks lögreglu og skyldur handhafa lögregluvalds. Í 3. kafla ritgerðar er fjallað um meðferð kæra og kvartana á hendur lögreglu. Verður þá gerð grein fyrir þróun lagaákvæða um rannsókn meintra brota starfsmanna lögreglu í starfi og aðdraganda laga nr. 62/2016. Þá verður ítarlega fjallað um nefnd um eftirlit með lögreglu og þátttöku nefndarinnar í meðferð kæra og kvartana á hendur lögreglu. Við slíka greiningu ákvað höfundur að skoða í kjölfarið viðurlög aðfinnslu- og refsiverðrar háttsemi handhafa lögreglu. Stuttlega verður vikið að alþjóðlegum skuldbindingum og stöðu íslenskra laga með vísan til þeirra. Loks verða niðurstöður dregnar saman í 6. kafla ritgerðarinnar.
  Niðurstöður greiningar lagaumhverfis kæru og kvartana eru í einföldu máli tvíþættar. Í fyrsta lagi að meðferð kvartana vegna framkomu handhafa lögregluvalds er ábótavant og að þörf er fyrir samræmdar verklagsreglur. Í öðru lagi er að mati höfundar er einnig breytinga þarft við rannsókn kæra vegna meintrar refsiverðrar háttsemi þar sem náin tengsl geta verið milli lögregluembætta og héraðssaksóknara.

Samþykkt: 
 • 7.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnað-lokaeintak.pdf1.09 MBLokaður til...07.01.2069HeildartextiPDF
Yfirlýsing.jpg811.38 kBLokaðurYfirlýsingJPG