Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32065
Í þessari ritgerð verður reynt að svara því hvort það sé samræmi á milli valds forseta og forsetakosningakerfis í eftirfarandi ríkjum; Finnlandi, Frakklandi, Írlandi, Íslandi og Póllandi. Ríkin eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisríki með þjóðkjörinn forseta og staðsett í Evrópu. Farið verður yfir grunnhugmyndir lýðræðis, flokkun lýðræðis stjórnkerfa, tegundir kosningakerfa, embætti forseta og völd forseta. Til þess að kanna samræmi á milli valds forseta og forsetakosningakerfis í ríkjunum, þá verða borin saman stjórnskipan, forsetakosningakerfi, kröfur til frambjóðenda í forsetakosningum ásamt kjörtímabils og möguleikum á endurkjöri forseta í ríkjunum. Einnig verða borin saman forsetaþingræðisríki og þingræðisríki. Þar með verður dregin ályktun um hvort samræmi sé á milli valds forseta og kosningakerfis til forsetakosninga eða annarra þátta tengdum forsetaembættinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskjal - Sigrún Ósk Jónsdóttir.pdf | 515,19 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing -Útfyllt.pdf | 164,04 kB | Lokaður | Yfirlýsing |