is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32066

Titill: 
 • ,,Því meira sem maður er hvattur áfram, því betur stend ég mig í starfinu“ Upplifa starfsmenn að hvatning hafi áhrif á frammistöðu?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa rannsóknarverkefnis, til meistaraprófs í mannauðsstjórnun, var að rannsaka hvatningu og umbun í starfi og kanna hvort starfsmenn upplifi að hvatning hafi áhrif á frammistöðu í starfi. Rannsóknin var byggð á eigindlegri rannsókn í formi viðtala. Tekin voru tíu viðtöl, eitt við gæðastjóra fyrirtækisins sem um ræðir og eitt við framleiðslustjóra þess í þeim tilgangi að fá betri innsýn í störf starfsmanna og hvatningarkerfið sem stuðst er við í deild skipulagsheildarinnar. Tekin voru fjögur viðtöl við núverandi starfsmenn deildarinnar og fjögur viðtöl við fyrrum starfsmenn sömu deildar. Viðtölin voru tekin í október og nóvember 2018 og voru viðmælendur á aldrinum 19-55 ára, þrjár konur og fimm karlar. Deildin sem rannsökuð var er eina deildin innan skipulagsheildarinnar sem styðst við hvatningarkerfi. Við framkvæmd rannsóknarinnar notaðist rannsakandi við hálfopin og opin viðtöl og hentugleikaúrtak. Ritgerðinni var skipt upp í tvo hluta, fræðilegan hluta og rannsóknarhluta.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að bæði fyrrum starfsmenn og núverandi starfsmenn telja flestir að bæði innri og ytri hvatning þurfi að vera til staðar til að ná fram bættri frammistöðu starfsmanna. Niðurstöður leiða í ljós að bæði innri og ytri hvatning sé til staðar innan deildarinnar sem var rannsökuð.
  Rannsóknin sýnir fram á að hvatningarkerfið sem notað er sé nauðsynlegt fyrir starfsmenn deildarinnar. Viðmælendur eru allir sammála því að þeir hefðu afbragðs yfirmann sem hvetti þá áfram og sé duglegur að hrósa þeim fyrir vel unnin störf. Einnig kemur fram að yfirmaðurinn sé duglegur að leiðbeina starfsmönnum á jákvæðan hátt um það sem betur mætti fara í starfi.
  Lykilorð: Innri og ytri hvatning, hvatningarkerfi.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this thesis, for a Masters degree in Human Resource Management, was to study incentives and rewards at work and investigate whether employees experience the motivation that impacts on performance at work. The study was based on qualitative research in the form of interviews. Ten interviews were taken, one with the Quality Manager of the company in question and one with its Production Manager for the purpose of gaining a better insight into the work of the employees and the incentive system supported by the organization. There were four interviews with the current staff members and four interviews with former employees of the same department. The interviews were taken in October and November of 2018 and were interviewees aged 19-55 which included three women and five men. The faculty investigated is the only division within the organizational structure based on motivation systems. In the course of the study, the examiner used half-open and open interviews and suitability tests. The thesis was divided into two parts, theoretical part and research component.
  The main findings of the study are that both former employees and current employees consider that both internal and external incentives must be available to achieve improved employee performance. The results show that both internal and external incentives are present within the department under investigation.
  The study shows that the motivation system used is necessary for the employees of the department. Interviewees all agree that they have a good director who encourages them and is eager to praise them for well-done work. It also states that the director is efficient in guiding employees in a positive way about matters that can be done better.
  Keywords: Internal and external motivation, motivation system.

Samþykkt: 
 • 7.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tara Lind Jónsdóttir- skila.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-yfirlysing -skila.pdf214.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF