is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32067

Titill: 
  • Berskjaldaðri gagnvart afleiðingum loftslagsbreytinga: Þáttur nýlenduarfleifðar í mótun viðkvæmrar stöðu skoðaður með hliðsjón af Alaska og Púertó Ríkó
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Loftslagsbreytingar eru eitthvert stærsta og margslungnasta úrlausnarefni samtímans. Með tilliti til þess hverjir hafa skapað vandann og hverjir bera þungann af afleiðingunum felst mikið óréttlæti í dreifingu áhrifa þeirra. Misjafnt er hversu berskjölduð þjóðríki og smærri hópar eru andspænis áhrifum loftslagsbreytinga og ræðst það af margvíslegum þáttum sem ekki tengjast loftslagi beint, t.a.m. pólitískum og efnahagslegum þáttum sem eiga sér sögulegar rætur. Í þessari ritgerð er leitast við að sýna fram á mikilvægi sögulegs og pólitísks samhengis í loftslagsumræðunni, þar sem náttúruvísindin ráða ríkjum, með því að leita svara við því hvaða hlutverki nýlenduarfleifð gegnir í mótun viðkvæmrar stöðu (e. vulnerability) þjóðríkja og smærri hópa í samhengi loftslagsbreytinga. Til þess er stuðst við heimskerfiskenningu (e. world-systems analysis) á stórum skala og þá er sviðsljósinu beint að tveimur svæðum/samfélögum innan tiltekins ríkis á smærri skala, Púertó Ríkó annars vegar og Alaska hinsvegar, sem bæði heyra undir Bandaríkin. Helstu niðurstöður gefa til kynna að nýlenduarfleifð stuðli að viðkvæmri stöðu á margþættan hátt, þ.á.m. með tilliti til misráðinna ákvarðana, lagasetninga og stefnumótunar nýlendustjórna í gegnum tíðina sem í dag auka á berskjöldun íbúa ríkja og samfélaga sem sætt hafa nýlendukúgun. Ef ekki er tekið tillit til þessara þátta er fólk rænt sögu sinni sem grefur undan kröfum þess um réttlæti í loftslagsmálum.

Samþykkt: 
  • 8.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaGudrunNumadottir.pdf429.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf95.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF