is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32069

Titill: 
  • „En eigi sem hornrekur þeirra“: Megindleg rannsókn á kynjahalla á þjóðþingum og skýrandi þáttum hans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hafa félags-hagfræðilegir þættir sem einkenna þróuð ríki áhrif á hlutföll kvenna á þjóðþingum? Munum við skoða sambandið á milli þeirra þátta sem við teljum einkenna þróuð ríki og hlutfall kvenna á þjóðþingum þeirra, út frá bæði félagshagfræðilegum og kerfisbundnum þáttum. Fylgni þessara þátta er reiknuð út frá hlutfalli kvenna á viðeigandi þingum með notkun aðhvarfsgreiningar og niðurstaðan greind. Einnig er litið yfir þróun sögu kvenna á Alþingi og sívaxandi hlutverk þeirra á þingi með niðurstöður fyrri greiningar í huga. Niðurstaða alþjóðasamanburðarins er sú að það sé ekki fylgni á milli efnahagslegrar velmegunar ríkja og tilhneigingu þeirra til þess að frekar kjósa kvenkyns þingmenn frekar en fátækari ríki. Hins vegar eru vísbendingar um að samband sé á milli jafnri skiptingu lífsgæða kynjanna og tilhneigingu ríkja til þess að kjósa frekar kvenkyns þingmenn. Jákvætt samband er bæði á milli notkun hlutfallskosningakerfis og kynjakvóta annars vegar og hins vegar tilhneigingu ríkja til þess að kjósa frekar kvenkyns þingmenn, en fyrri rit höfðu einnig komist að þeirri niðurstöðu (Rosen 2013, Krook 2010, Wängnerud 2009).

Samþykkt: 
  • 8.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð lokauppkast v2.pdf574.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf205.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF