is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32070

Titill: 
  • Lagerhald Orkuveitu Reykjavíkur, inn- eða útvistun?
  • Titill er á ensku Reykjavik Energy´s warehousing, insourcing or outsourcing?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar var að greina hvort væri fýsilegra að inn-, eða útvista lagerhaldi Orkuveitu Reykjavíkur, rannsaka upplifun notenda á þjónustu vöruhótels Eimskipa og kanna hvað skipti stjórnendur mestu máli varðandi lagerhald. Teknir voru saman ýmsir fræðilegir þættir varðandi inn- og útvistun á þjónustu. Dregnir voru fram kostir og gallar varðandi hvort tveggja. Ásamt því var gerð kostnaðargreining á inn- og útvistun fyrir Orkuveituna. Þar sem Orkuveita Reykjavíkur er í opinberri eigu falla innkaup hennar undir lög um opinber innkaup, voru einnig þeir þættir sem hafa ber í huga við ákvörðun um hvaða leið yrði valin dregnir fram. Ritgerð þessi byggir á lýsandi og megindlegri rannsóknaraðferð þar sem frumgagna var aflað. Fræðilegir kaflar hafa verið settir inn í ritgerðina og eru þeir ætlaðir til þess að dýpka skilning lesenda á viðfangsefninu, en þar sem útvistun hefur ekki verið mikið rannsökuð hérlendis byggist meirihluti fræðilegu kaflanna á erlendum heimildum.
    Helstu niðurstöður kannananna eru að almennt séð er upplifun notenda á þjónustu vöruhótelsins jákvæð. Flestir eru almennt ánægðir með þjónustu og viðmót starfsmanna vöruhótelsins. Flestir telja sig einnig fá rétta vöru á réttum tíma afhenta frá vöruhótelinu. Þó er stór hluti sem er óánægður með þjónustuna og ber að bregðast við því. Stjórnendur eru flestir sammála um að það mikilvægasta við lagerhald sé að rétt vara sé til og að hún sé afhent á réttum tíma. Þeir eru einnig flestir sammála um að fara eigi blandaða leið varðandi lagerhald, þ.e. sambland af inn- og útvistun, með meiri aðkomu birgja að lagerhaldinu. Því mætti halda fram að stjórnendur séu almennt séð ekki að einblína á að minnka yfirbyggingu fyrirtækisins og þar með talið flækjustig. Þátttakendur virtust helst hafa áhyggjur af því að meðhöndlun vara væri ábótavant og að þekking starfsmanna vöruhótels á vörunum sem það meðhöndlaði þyrfti að vera betri. Mikið er um óvissuþætti og viðbótarkostnað við að innvista lagerhaldi ásamt því að yfirbygging verður meiri og er því hagkvæmara fjárhagslega að útvista lagerhaldi. Hægt er að lækka núverandi kostnað við útvistun til dæmis með því að skipuleggja verkframkvæmdir með lengri fyrirvara. Þar með væri hægt að ráðstafa betur hvenær afhending á vöru færi fram. Þannig má lágmarka magn á hverjum tíma inn á lager. Ásamt því væri hægt að fara í gegn um fyrirliggjandi efni á lager, farga úreltum vörum og hanna verkframkvæmdir í kringum efni sem er þegar til.

Samþykkt: 
  • 8.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lagerhald Orkuveitu Reykjavíkur inn- eða útvistun - Lokaskil.pdf605.08 kBLokaður til...01.01.2029HeildartextiPDF
birgittav_190109-100406-966.pdf905.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF