Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32076
Reykjavíkurborg hefur stigið það skref í þágu jafnréttis að innleiða mat á jafnréttisáhrifum vegna viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar. Jafnréttismat er aðferð sem beitt er við undirbúning og vinnu áður en ákvarðanir um viðauka eru teknar. Matið er notað til að varpa ljósi á hugsanleg áhrif sem ákvarðanir koma til með að hafa á ólíka hópa og velja þá leið sem stuðlar að auknu jafnrétti. Markmiðið með innleiðingunni er að færa íbúa Reykjavíkur nær því að búa við raunverulegt jafnrétti. Þess vegna er afar mikilvægt að rannsaka stöðu framkvæmdarinnar. Yfirgrípandi rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er: „Hver er staðan á framkvæmd jafnréttismats hjá Reykjavíkurborg vegna viðauka á fjárhagsáætlun 2015-2019?" Í umfjölluninni er sérstaklega stuðst við fræðilega umfjöllun um stöðu kvenna og karla auk þess sem fjallað er um mikilvægi samtvinnunar (e. intersectionality) til að vinna að jafnrétti á víðtækari grundvelli. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á greiningu fyrirliggjandi gagna sem Reykjavíkurborg lagði til en einnig á greiningu eigindlegra viðtala við ábyrgðaraðila í innleiðingarferlinu. Helstu niðurstöður benda til þess að jafnréttismatið hafi ekki verið framkvæmt að neinu marki frá árinu 2015. Jafnréttisskimun, sem er einfaldara grunnmat á jafnréttisáhrifum var innleidd árið 2018 og var framkvæmd á stórum hluta viðaukatillagna það ár. Jafnréttisskimunin á að vera undanfari jafnréttismatsins í ferlinu þegar mat er lagt á jafnréttisáhrif viðauka. Síðan skimunin var tekin upp hefur aldrei verið talin þörf á að framkvæmda dýpra jafnréttismat í kjölfarið. Tíminn mun þó leiða í ljós hvort jafnréttismatinu verði beitt í auknum mæli en sterk rök mæla með því. Niðurstöður benda til þess að margvíslegar hindranir hafi valdið því að framkvæmd jafnréttismats datt niður á tímabilinu 2016-2018 en þær hindranir eru að einhverju leyti enn til staðar. Þá er óljóst að hve miklu leyti kjörnir fulltrúar horfi á niðurstöður jafnréttisskimunar og jafnréttismats við ákvarðanatöku. Byggt á niðurstöðum úttektarinnar eru lagðar til ýmsar úrbætur sem gætu stutt Reykjavíkurborg við framkvæmd mats á jafnréttisáhrifum.
In the interest of equality, the city of Reykjavík has implemented a gender impact assessment of annexes to the city´s budget plan. Gender impact assessment is a method used in preparation and organization of work before making annex decisions. The assessment is used to shed light on the possible impact of decisions on different groups of society and to enable political representatives to choose the path that promotes equality. The goal of the implementation is to bring the people of Reykjavík closer to living with real equality. Therefore, it is of high importance to study the status of the implementation. The overarching research question of this thesis is „What is the status of implementation of gender impact assessment of annexes to the 2015-2019 city budget?“ The research draws on the theoretical discussion on the position of women and men and also on the importance of applying intersectional approach to promote equality on a broader basis. The results of the study are based on the analysis of existing data provided by the City of Reykjavík on the one hand. On the other they are based on the analysis of qualitative expert interviews with individuals that carry the responsibilty of the implementation. The main findings indicate that the gender impact assessment has not been carried out to any extent since 2015. It appears that it has been replaced by a more basic equality screening that was implemented in 2018. According to guidelines provided by Reykjavik´s Office of finance, the purpose of the screening should be to assess if a gender impact assessment of a suggested annex is needed. So far, conclusions of screenings have never indicated that a gender impact assessment is required. Only time will tell if the gender impact assessment will be applied to a greater extent but strong arguments recommend increased application. The results also indicate that a variety of barriers caused the implementation to stagger during the period 2016-2018. The basic equality screening has been performed on annexes in 2018 but to some extent, the barriers still exist. It is also unclear to what extent the elected representatives take into account the results of equality screening and gender impact assessment when it comes to decision making. Finally, drawing on the findings I discuss various improvements that could support the City of Reykjavík in their implementation of the gender impact assessment.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hrefna Hallgrímsdóttir - 0205892059.pdf | 1,15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Hrefna Hallgrímsdóttir Skemman Yfirlýsing.jpg | 58,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |