Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32078
Í ritgerð þessari verður farið yfir sögu Júgóslavíu, bæði stofnun ríkisins og uppbrot þess. Stofnun Júgóslavnesks ríkis var hugmynd Suður-Slava sem náði hápunkti á nítjándu öld. Serbía var í forystuhlutverki við myndun þessa nýja ríkis og varð stofnunin að veruleika eftir fall Tyrkjaveldis og keisaradæmis Austurríki-Ungverjalands þegar Konungsríki Serba, Króata og Slóvena var stofnað árið 1918. Hins vegar brotnaði ríkið upp í seinni heimsstyrjöld árið 1941. Annað tækifæri fékkst til að mynda nýtt slavneskt ríki undir forystu kommúnistaflokks Júgóslavíu og Josip Broz Titos árið 1945. Sofnað var Sósíalískt sambandslýðveldi Júgóslavíu sem samanstóð af sex sambandslýðveldum og einnig tveimur sjálfstjórnarhéruðum. Ríkið stóð á meðan Tito var við völd þó þjóðernishyggja hafi verið ríkjandi, sérstaklega hjá Serbum og Króötum, en ekki síður Albönum og múslímum, sem Tito náði stjórn á. Eftir dauða Titos var erfitt að halda uppi gömlu Júgóslavíu, sem leiddi til þess að ríkið brotnaði upp, stríð byrjaði og ný ríki mynduðust í kjölfarið.
Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um sögu Júgóslavíu, bæði hvernig ríkið myndaðist og síðan hvernig það hrundi út frá kenningum um þjóð, þjóðerni, ríki, þjóðríki og þjóðernishyggju. Skoðað verður hvort mistekist hafi að sameina Suður-Slava undir eitt ríki og hvort skort hafi sameiginlegt auðkenni á meðal íbúanna. Að öðrum kosti hvort Júgóslavía hafi verið allt of flókin eining þar sem mismunandi þjóðir bjuggu og þjóðernishyggja spilaði of stórt hlutverk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Branislava BA-ritgerð Fullbúin.pdf | 743.8 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing.pdf | 153.39 kB | Lokaður | Yfirlýsing |