is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32079

Titill: 
  • „Að ná lífinu“ Gætir kerfislægrar yfirtöku lífheims íslenskra háskólanema?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Háskólanám á að undirbúa nemendur til þess að takast á við viðfangsefni í hversdagslífinu, hvort sem er í umhverfi atvinnulífsins, í fjölskyldulífinu eða í almennri samfélagsumræðu. Hér verður gengið út frá þeirri normatífu sýn að háskólanám skuli ekki undirlagt kerfislægum áhrifum nytsemis-skynseminnar (e. instrumental reason), í þeim skilningi sem þýski heimspekingurinn Jurgen Habermas teflir fram. Tilgangur með námi er einmitt að undirbúa virka þátttakendur samfélagsins undir einlæga og rökfasta umræðu á vettvangi lýðræðisins innan almannarýmisins (e. public sphere).
    Markmiðið hér er að rannsaka með eigindlegum hætti upplifun háskólanema af áhrifum kerfislægrar skynsemisvæðingar lífheims þeirra (e. colonization of the life world). Gerður er greinarmunur á innri áhrifum og ytri áhrifum. Innri áhrif eru áhrif sem háskólinn hefur á nemendur með beinum hætti. Ytri áhrif eru áhrif sem samfélagslegar og pólitískar aðstæður hafa á nemendur, líkt og stefna stjórnvalda og fjárhagsleg afkoma nemenda í almennum skilningi.
    Þegar nemendur hefja nám í háskóla hafa þeir væntingar í brjósti til þess tíma sem þeir verja í námi. Það er þó upplifun margra að utanaðkomandi þættir hafi mikil áhrif á námsárin. Nemendum eru ýmsar kvaðir settar, sem varða ekki aðeins námsframvindu þeirra, heldur einnig hag þeirra og lífsgæði. Dæmi um slíkt er lágmarksfjöldi staðinna eininga til að geta haldið áfram að búa í námsmannaíbúð, eða lágmarksfjöldi eininga til þess að fá lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Jafnframt eru margir nemar háðir þriðja aðila um skammtímalán (banka eða annarri lánastofnun) sem þeir nota til framfærslu áður en LÍN greiðir fyrir staðnar einingar. Þessar kvaðir gegna hlutverki hagræðingarhvata, hér verður meðal annars fjallað um þá frá sjónarhorni nemenda með hliðsjón af kenningarramma Habermas um lífheiminn og kerfið.

Samþykkt: 
  • 8.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaLokaútgáfa.pdf493.75 kBLokaður til...07.01.2022HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf1.01 MBLokaðurYfirlýsingPDF