is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32080

Titill: 
  • Seinþroski kjósenda. Eru kjósendur lengur að fullorðnast en áður?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Út frá stjórnsýslulegu sjónarmiði má segja að kosningaþátttaka sé ein af stoðum þess að fulltrúalýðræði virki. Opinberar stofnanir starfa eftir lögum og ákvörðunum frá Alþingi þar sem fulltrúar fólksins sitja, fólksins sem kaus þá vegna skoðana þeirra, stefnu og gilda sem þeir stóðu fyrir. Því hefur það valdið vissum áhyggjum að kosningaþátttaka hefur verið að dragast saman og þá sér í lagi kosningaþátttaka ungs fólks.
    Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt, annar vegar að kanna hvort greina megi kynslóðabil (e. generation gap) í kosningum til Alþingis og þá hvort það hafi verið að breytast á árunum frá 1983 til 2016. Hins vegar að beita hugmyndum Kaat Smets um seinkaðan þroska kjósenda og leggja mat á þá tilgátu hvort möguleg ástæða fyrir minnkandi kjörsókn yngri kjósenda sé tilkomin vegna þess að það tekur ungt fólk lengri tíma að þroskast en áður. Til að prófa tilgátuna var settur saman svokallaður þroskastuðull (e. maturation index) sem ætlaður var til að mæla það „að fullorðnast“. Með þroskastuðlinum var hægt að meta þroska kjósenda fyrir kosningar á árunum frá 1999 til 2016, auk þess sem prófanir voru gerðar til að kanna hvort þroskastuðull einstaklings kunni að hafa forspárgildi um hvort hann kjósi eða ekki.
    Helstu niðurstöður sýndu fram á að kynslóðabil er til staðar í kosningaþátttöku á Íslandi. Frá árinu 1999 hafa yngri kjósendur kosið í minna mæli en þeir eldri og jókst bilið allt fram til kosninganna 2016. Einnig bentu niðurstöður til þess að þroskavísitala yngri kjósenda sé lægri í dag en hún var hjá sama aldri á árum áður. Niðurstöður aðhvarfsgreininga hlutfalla sýndu fram á að í síðustu kosningum gefur þroskastuðull vísbendingu um hvort ungt fólk nýtir kosningarétt sinn eða ekki. Frá sjónarhólin opinberrar stjórnsýslu kunna niðurstöður rannsóknarinnar að vekja upp vissar spurningar. Til að mynda hvort og þá hvernig unnið er að hagsmunum hóps sem kýs í mun lægra hlutfalli en aðrir hópar í kosningum? Einnig er það umhugsunar efni fyrir hið opinbera að ungir kjósendur verða að eldri kjósendum og ef sífellt fleiri kjósendur kjósa ekki í kosningum er hægt að draga lögmæti ákvarðanatöku innan hins opinbera kerfis í efa.

  • Útdráttur er á ensku

    Young people's voting participation in the West has been on the decline in recent years, and Iceland is no exception. This paper has two objectives. On the one hand, to investigate whether the generation gap can be detected in elections to the parliament and whether it has been changing in the years 1983-2016, and on the other hand, to use the study of Kaat Smets regarding late maturation of voters to investigate whether the possible reason for the decline in voting of young voters is that it takes longer for this group of voters to grow old than before. Background information is children, marital status and whether the individual is working full-time or a student. It compiles the maturation index of the study. With the maturation index we were able to estimate how grown-up a person is and ultimately assess whether the maturation index can give us information about if the voter will vote or not.
    The main findings showed that the generation gap in parliamentary elections has been growing since 1999. That year was the first year that participation of young voters was less than that of older voters since 1983. The generation gap has been increasing from the year 2009 until 2013 and was primarily attributable to lesser participation of the younger age group, rather than greater involvement of the older voters. Also, the results indicate that the young voters’ maturation index was lower today than it was at the same age group in previous years. The results of the binary logistic regression analysis showed that in subsequent years, the maturation index has a greater prediction on whether a voter meets the polling point. From the viewpoint of public governance the findings of this research may raise quite a few questions. For example, if, and then, how to best serve the interest of a voter group that has much less voter-turnout than other groups of voters? It is as well important for Public instituitions to consider that young voters will turn into older voters and if more and more individuals choose not to exercise their right to vote, the legality of decisions taken by public institutions may be put into question.

Samþykkt: 
  • 8.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf43.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF