Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32083
Í ritgerð þessari verður skoðaður hver ávinningur langtímameðferðar sé fyrir einstakling greindan með áfengis- og vímuefnaröskun. Eru langtímameðferðir að skila betri árangri en styttri meðferðir fyrir einstaklinga með alvarlega áfengis- og vímuefnaröskun og hvað er það helst sem hefur áhrif á árangur meðferðarinnar? Til þess að svara þeim spurningum voru skoðaðar kenningar sem varpa ljósi á ástæður þess að einstaklingur leiðist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Í rannsóknarkaflanum voru skoðaðar tegundir úrræða og litið til þess hvaða árangur er af þeim. Einnig var skoðað hve langan tíma það tekur líkamann og heilann að jafna sig ásamt því að skoða hve það tekur einstakling langan tíma að breyta venjum. Þegar kenningar voru skoðaðar með það í huga að varpa ljósi á af hverju einstaklingar leiðast út í neyslu áfengis og vímuefna, var markmiðið að skoða hvað gæti haft áhrif á bata. Hugræn atferlismeðferð (HAM) var skoðuð og hve langan tíma það tekur að temja sér nýjan hugsanagang. Einnig var skoðað hvaða áhrif trú hefur á bata einstaklinga þar sem meðferðarúrræði sem skoðuð voru hérlendis voru byggð á trúarlegum gildum. Ekki var mikið um tölulegar upplýsingar um meðferðir hér á landi og því ekki hægt að staðfesta hver árangur meðferða sé. Vinnsla ritgerðar leiddi í ljós að langtímameðferðarúrræði eru að skila góðum árangri og að ávinningur þeirra er góður fyrir einstaklinga sem þurfa á þeim að halda, sem oft eru þeir sem hafa verið í hvað mestri neyslu. Það sem hvað mestu skiptir þó er að hafa sem fjölbreyttust úrræði í boði því að vandinn er mismikill og einstaklingar ólíkir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Katrín_Inga_lokaskil_pdf.pdf | 761.1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Katrín _Inga_.pdf | 265.7 kB | Lokaður | Yfirlýsing |