Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32085
Í þessari ritgerð verður dómkirkjan í Chartres í Frakklandi skoðuð og hvernig kirkjubyggingarmeistarar miðalda miðluðu þekkingu til fólksins á táknrænan hátt. Ritgerðin skitpist í tvo megin hluta. Fyrri hluti ritgerðarinnar fer yfir byggingarsögu kirkjunnar og hvernig menn leituðust við að skapa heilagt rými. Skyndileg birting gotneska byggingarstílsins og helstu einkenni hans eru athuguð og sett í samhengi við vitundarvakningu þess tíma. Einnig verða skoðuð möguleg tengsl byggingarmeistaranna við musterisriddarana. Síðan verður fjallað um tákn og áhrif táknanna á menn, samfélög og trú. Samband kirkjunnar við tónlist er sérstaklega athuguð. Táknræn merking höfuðáttanna á miðöldum eru til umfjöllunar og áhrif þeirra á grunnmyndir kirknanna.
Seinni hluti ritgerðarinnar rannsakar vesturhlið dómkirkjunnar. Athugaður verður táknrænn boðskapur og samspil allra þriggja skrauthliðanna sem mynda vesturhliðið. Aðalumfjöllunarefnið er maðurinn og hvernig hann er hluti af náttúrunni, samband mannsins við hið yfirnáttúrulega, og maðurinn sem andleg vera. Í ljós kemur að boðskapur byggingarmeistaranna birtist í tveimur mismunandi birtingarmyndum: hins vegar sem yfirborðsleg mynd biblíusagnanna og annars vegar sem dýpri skilningur á hinu yfirnáttúrulega. Í lokin verður svo samantekt á niðurstöðum ritgerðarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
CHARTRES FINAL final.pdf | 2,35 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 40,95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |