is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32088

Titill: 
  • Er ánægja með stofnanasamningskerfið og mun lögfesting jafnlaunavottunar hafa áhrif á framtíð stofnanasamninga?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er að kanna virkni stofnanasamningskerfisins með tilliti til þess hvort ástæða sé til að endurskoða kerfið. Stofnanasamningum er ætlað að dreifstýra launasetningu meðal stofnana ríkisins innan ramma miðstýrðra kjarasamninga. Einnig er leitast við að kanna hvaða áhrif lögfesting jafnlaunavottunar (Lög nr. 56/2017) hefur á stofnanasamninga. Ferlið við bæði innleiðingu jafnlaunastaðals og gerð stofnanasamninga felur í sér starfaflokkun og vildi því rannsakandi athuga hvort það fæli í sér einhvers konar skörun. Framkvæmd var eigindleg rannsókn og var ákveðið að taka viðtöl við þá aðila sem hafa hvað mesta reynslu af stofnanasamningskerfinu; starfsmenn stéttarfélaga og heildarsamtaka launþega sem koma að gerð og/eða skipulagi stofnanasamninga. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Hvernig er stofnanasamningskerfið að reynast? 2) Hvaða áhrif hefur lögfesting jafnlaunavottunar á stofnanasamninga?
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að stofnanasamningskerfið sé ekki að reynast nægilega vel. Það þykir þungt í vöfum, tímafrekt og erfitt sé að ná fram dreifstýringu á launasetningu innan stofnana þegar fjármagn til þeirra er af skornum skammti. Jafnframt benda niðurstöðurnar til þess að vilji sé til að breyta kerfinu á þann hátt að dreifstýring launaákvarðana verði aukin til muna. Niðurstöður benda einnig til þess að starfaflokkun í samræmi við jafnlaunastaðalinn, sem jafnlaunavottunin byggir á, virðist að mörgu leyti sambærileg þeirri starfaflokkun sem fer fram við stofnanasamningsgerð. Ályktun rannsakanda er að hagræði gæti falist í því fyrir stofnanir að samræma starfaflokkun vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins við starfaflokkun í stofnanasamningsgerð í samvinnu með hlutaðeigandi stéttarfélögum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað í þrjú ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.
Samþykkt: 
  • 8.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS verkefni val.pdf917.74 kBLokaður til...28.02.2022HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf205.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF