is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3209

Titill: 
  • Stjórnun og skipulag skíðasvæða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Stjórnun er fræðigrein sem ætlað er að greina og bæta fyrirtækjarekstur. Megináherslan er lögð á að skilja hlutverk stjórnandans og samband hans við undirmenn sína. Okkur er öllum mikilvægt að skilja og spá í hlutina og flest okkar viljum við hafa áhrif á það umhverfi sem við erum í. Sama hver skilgreiningin á stjórnun er þá gera þær allar ráð fyrir ákveðnu skipulagi daglegrar vinnu og aðfanga sem þarf til framleiðslu eða til að ná árangri af einhverju tagi. Helsta hlutverk stjórnunar er að fá fólk til að vinna saman, ýta veikleikum til hliðar og nýta styrk hvers og eins.
    Rekstrarform skíðasvæða á Íslandi er mismunandi og fer það mikið eftir stærð og eignarhaldi. Eignarhald virðist síðan hafa áhrif á hvað stjórnunaraðferðum er beitt. Rekstrarform stærri skíðasvæðanna er undir opinberri stjórnsýslu en á minni skíðasvæðunum eru skíðadeildirnar sjálfar að reka svæðin með aðstoð frá sveitarfélögunum. Þar sem skíðadeildirnar reka skíðasvæðin er meiri sátt um rekstrarformið, skíðadeildin er hjarta rekstrarins.
    Niðurstaða rannsóknarinnar á rekstrarformi skíðasvæðanna leiddi í ljós að breytinga er þörf. Í þeim tilfellum þar sem skíðasvæðin eru rekin undir hatti sveitarfélaganna, þurfa sveitarfélögin að veita rekstraraðilanum meira svigrúm og sveigjanleika svo hægt sé að nýta alla möguleika sem skapast í rekstrarumhverfinu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 13.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_fixed.pdf685,47 kBLokaðurStjórnun og skipulag skíðasvæða - heildPDF
Efnisyfirlit_fixed.pdf17,21 kBOpinnStjórnun og skipulag skíðasvæða - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildarskra_fixed.pdf60,36 kBOpinnStjórnun og skipulag skíðasvæða - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Utdrattur_fixed.pdf9,77 kBOpinnStjórnun og skipulag skíðasvæða - útdrátturPDFSkoða/Opna