is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32093

Titill: 
  • Helstu leiðir flugfélaga að fjármögnun: Samanburður á fjármögnun evrópskra flugfélaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Flugsamgöngur heimsins þjóta áfram á ógnarhraða með ört fjölgandi farþegum um allan heim. Rekstur flugfélaga er margslunginn og er fjármögnun flugvélanna ekki undanskilin. Árleg fjárþörf er talin muni aukast á komandi árum og að afhendingar nýrra véla í heiminum muni þurfa 125 milljarða dollara fjármagn árlega og ljóst er að um gríðarlega fjármagnsþörf er að ræða. Helstu fjármögnunarleiðir sem eru í boði fyrir flugfélög eru viðskiptabankar, leigusalar (bæði fjármögnunarleigusamningar og rekstrarleigusamningar), útflutningslán/ábyrgðir og fjármagnsmarkaðir.
    Fjármögnun lággjaldaflugfélaganna WOW air, Norwegian, Ryanair og easyJet og fullþjónustuflugfélaganna Icelandair, British Airways og KLM var skoðuð með það að markmiði að kanna fjármögnun evrópskra flugfélaga ásamt því að skoða hvort munur sé á fjármögnun lággjalda- og fullþjónustuflugfélaga.
    Rannsóknin leiddi í ljós að fjármögnun flugfélaganna sjö er nokkuð mismunandi. Tegund flugfélaganna virtist ekki skýra þann mun sem er á fjármögnun þeirra en lággjaldaflugfélög eru bæði með lægsta (Ryanair) og hæsta hlutfall (WOW air) rekstrarleigusamninga og stærsta hlutfall skuldabréfa af vaxtaberandi skuldum (easyJet). Jafnframt kom í ljós að þrátt fyrir að engin ein stærð útskýri allan þann mun sem er á milli fjármögnunar félaganna hafa eiginfjárhlutfall, skuldsetning og vaxtaumhverfi félagsins mestu áhrifin á það hvort félagið er með flugvélar á efnahagsreikningi sínum. Þau félög sem eru best sett hvað þetta varðar eiga stærstan hluta véla sinna og fjármagna þær með skuldabréfum en á móti fjármagna þau félög sem eru verst sett stærstan hluta flota síns með rekstrarleigusamningum. Þetta á við um félögin Ryanair, Icelandair og easyJet annars vegar og WOW air og Norwegian hins vegar. Öll félögin fjármagna einhvern hluta af vélum sínum með rekstrarleigusamningum og því ljóst að sú fjármögnunarleið hefur ýmsa kosti sem flugfélög kjósa. Aftur á móti virðast félögin sem eru ágætlega sett fjárhagslega halda hlutfalli þessara samninga undir 50%. Hátt hlutfall hjá WOW air og Norwegian gæti frekar skýrst af því að félögunum standi ekki aðrir ákjósanlegir kostir til boða frekar en að þau kjósi svo hátt hlutfall rekstrarleigusamninga.

Samþykkt: 
  • 8.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helstu leiðir flugfélaga að fjármögnun - Ólafur Birgir Björnsson.pdf2.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma yfirlýsing.pdf277.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF