is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32096

Titill: 
  • „Fullt af fólki þarna inni og enginn að tala við okkur“ um mikilvægi stuðnings eftir erfiða fæðingu
  • Titill er á ensku " A room full of people and no one taking care of us"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fæðing er lífsmótandi viðburður. Jákvæð fæðingarupplifun getur eflt og styrkt nýja foreldra og erfið fæðingarreynsla getur að sama skapi haft neikvæð áhrif á fjölskylduupphafið og líðan og tilfinningar nýrra foreldra. Fyrri rannsóknir hafa lagt áherslu á að skoða upplifun hvors einstaklings fyrir sig en ekki parið saman. Markmið rannsóknarinnar var að rýna í upplifun para af erfiðri fæðingu og lýsa styrkjandi þáttum í úrvinnslu parsins. Tekin voru sex viðtöl við sex pör á aldrinum 25-45 ára sem áttu að baki eina erfiða fæðingu. Viðtölin voru hljóðrituð og greind eftir fyrirbærafræði.
    Rannsóknarniðurstöður eru að erfiðast var að upplifa óvissu, óöryggi, stuðnings- og stjórnleysi í aðstæðum sem og skort á upplýsingum frá starfsfólki. Margar konurnar voru líka lengi að jafna sig líkamlega eftir fæðinguna. Hjálplegast í fæðingunni voru traust samskipti við maka, stuðningur frá starfsfólki sem fól í sér upplýsingar, traust og virðingu. Hjálplegast við úrvinnslu reynslunnar var endurtekið samtal parsins um fæðingarreynsluna, börnin sjálf og stuðningur starfsfólks og fjölskyldu. Flestum pörunum fannst samtalsmeðferð eftir fæðingu gagnleg. Pörin upplifðu mikinn þroska í sambandi sínu eftir álagstímabil.
    Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi stuðnings í fæðingunni sjálfri, mikilvægi stuðnings fjölskyldu og fagfólks eftir fæðingu og verndandi þátt trausts sambands.
    Lykilorð: fæðingarreynsla, neikvæð fæðingarupplifun, parasamband, fjölskyldumeðferð

  • Útdráttur er á ensku

    Childbirth is a life changing event. A positive birth experince can strengthen new parents in their role and a difficult birth experience can similarly have a negative effect on the start of a new family and the wellbeing and the emotions of the new parents. Previous studies have mainly focused on the experience of each individual and not the couples.
    The aim of this study was to examine couples difficult birth experiences and to describe strengthening factors as the couples cope with a negative birth experience.
    In this qualitiative study six couples were interviewed using semi- structured interviews. The couples were 25-45 years old, had one difficult birthexperience in the last five years. The interviewes were coded and analyzed by phenomenology.
    The results show that the couples found difficult to experience uncertainity, insecurity, the lack of support and loss of control in uncertain conditions as well as lack of information from the staff. The birth was a physical challenge for the mother that took a long time to recover from.
    What the couples felt to be of most use during childbirth was a good connection with the spouse and support from the staff that provided information, trust and respect. While working through the birth experience the couples found it most helpful to have repeated conversation about the birth experience with their partner, the children themselves and to receive support. Most of the couples found psychotherapy after childbirth useful. The majority of the couples experienced growth in their relationships after a hard transforming period.
    The results from the study highlight the importance of support during the birth itself, the importance of support from the family and staff after birth and the protecting effect of a trusted relationship.
    Keywords: birth experience, difficult birth experience, couples relationship, family therapy

Samþykkt: 
  • 8.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_MA_lokaverkefni_SoffiaBaeringsdottir.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20190108_144450.jpg3.37 MBLokaðurYfirlýsingJPG