is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32100

Titill: 
  • Hulduheimafæðingar: Þróun og einkenni íslenskra ljósmóðursagna á 19. og 20. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð til BA gráðu verða teknar fyrir íslenskar sagnir sem falla undir sagnaflokkinn Ljósmóðir hjá álfum með flokkunarnúmerið ML 5070. Þau tilbrigði ljósmóðursagnarinnar sem helst koma fram hér á landi verða borin saman við þau sem birtast í sömu sögnum á Norðurlöndum og Bretlandseyjum og farið verður yfir séríslensk einkenni ljósmóðursagnarinnar. Sérstaklega skoða ég tilbrigðið þar sem verðlaun koma við sögu með áherslu á þegar verðlaunin leiða af sér heppni við yfirsetu og lækningar. Fyrir tilstilli sagnanna mun ég síðan kanna hvernig litið var á heilsufar og lækningar í samskiptum manna og álfa. Einnig lítum við til þess hvernig sagnir þessar hafa þróast frá 19. öld yfir á þá 20. Spurt er hversu trúverðugar slíkar sagnir þóttu í samfélaginu og hvers vegna ljósmóðursögnin hefur lifað eins lengi og raun ber vitni.
    Þau gögn sem farið verður yfir hér á eftir eru annars vegar sagnir úr fjöldamörgum þjóðsagnasöfnum íslenskum, sem og hljóðrit af Segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þá er jafnframt stuðst við greinar og rit fræðimanna um þau rannsóknarefni sem beint verður sjónum að hér.

Samþykkt: 
  • 8.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjóla K. Guðmundsdóttir.pdf917.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_JÞM.pdf221.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF