is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32109

Titill: 
  • Fjölskylduskattlagning: Borgar það sig fyrir pör að skila sameiginlegu skattframtali?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Óvígð sambúð er alltaf að færast í aukana á kostnað hjúskapar. Gott getur verið að átta sig á því hvaða lagalegu og skattalegu áhrif það hefur í för með sér að velja óvígða sambúð fram yfir hjúskap og öfugt. Lög og reglur er varða þessi tvö sambúðarform eru ekki alveg þær sömu en því til glöggvunar voru lög nr. 90/2003 um tekjuskatt sem og lög nr. 31/1993 um hjúskap tekin til nánari skoðunar. Hjúskaparlög gilda um hjúskap en um óvígða sambúð eru engin gildandi heildarlög heldur einungis lagaákvæði sem finna má í öðrum lögum. Tekjuskattslögin skýra frá því hvernig skattgreiðslur einstaklinga eru ákvarðaðar með tilliti til hjúskaparstöðu þeirra og skattalegrar ábyrgðar fjölskyldna.
    Fyrst skal skoða hvað einstaklingar eiga að telja til tekna og hvernig tekjurnar skiptast niður í laun og tengdar tekjur, atvinnurekstrartekjur og fjármagnstekjur. Því næst verður farið yfir hvaða tekjur eru undanþegnar skatti og hver leyfilegur frádráttur er samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003. Næst er komið að því að líta á skattana sjálfa, hvert hlutverk þeirra er og hvernig þeim er beitt. Þær bætur sem fjölskyldufólk á helst rétt á eru síðan yfirfarnar. Skattlagning sambúðar og hjúskapar er því næst skoðuð sem og skattur og réttur vegna barna á framfærslu þessara einstaklinga. Borið verður saman hvað er sameiginlegt og ólíkt með þessum hjúskaparformum til þess að fá úr því skorið hvort það borgi sig að samskatta.
    Helstu niðurstöður eru þær að samsköttun veitir rétt til þess að samnýta persónuafslátt en gerir pör að sama skapi samábyrg fyrir skattagreiðslum hvors annars. Helsti munurinn á milli óvígðrar sambúðar og hjúskapar liggur í lögerfðarétti sem er á milli hjóna en ekki sambúðarfólks.

Samþykkt: 
  • 9.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölskylduskattlagning-lokaskil.pdf305.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf95.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF