is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32110

Titill: 
  • Heitar ástir eða nauðugar: Ástleitni huldufólks í þjóðsögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru sagnir um ástleitni huldufólks teknar fyrir. Skoðaðar eru helstu gerðir ástleitnisagna í íslenskum þjóðsögum og hvaða hlutverki þær hafa hugsanlega gengt í íslensku samfélagi. Sagnirnar eru bornar saman við sagnir í skandinavískri, írskri og skoskri sagnahefð og skoðað hvað er sameiginlegt í þessum sagnaheimum. Þá er einnig leitast við að sjá hvaða áhrif sagnamenn hafa á skráningu og frásagnir sagnanna. Að lokum er landfræðileg dreifing sagnanna tekin fyrir og skoðað hvaða upplýsingar hún veitir um samfélagið.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að sagnirnar hafa haft mörgum hlutverkum að gegna í samfélaginu, frá því að aðstoða fólk við flutninga einhvers nákomins yfir í að sýna hvernig takast eigi á við kynferðisofbeldi. Þá finnast mörg sameiginleg minni í íslenskum sögnum og skandinavískum, írskum og skoskum sögnum en engar sagnir hafa nákvæmlega sama framgang svo hér er ekki um að eiginlegar flökkusagnir að ræða. Allt bendir til þess að ástleitnar sagnir hafi verið kvennasagnir og mótast sagnahefðin út frá því. Að lokum bendir dreifing sagnanna til þess að þessi sagnagerð hafði verið sögð til skemmtunar og það gefur til kynna að sagnagerðin hafi lokið sínu samfélagslega hlutverki.
    Ritgerðin byggist upp af fjórum megin köflum en fyrsti kaflinn er notaður til þess að útskýra megin orð og hugtök sem tengjast sögnum og hinir þrír eru notaðir í greiningu efnisins. Auk kaflanna fjögurra er að finna inngang og lokaorð, ásamt myndaskrá aftast í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 9.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Ósk Halldórsdóttir BA-ritgerð.pdf974.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf300.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF