is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32116

Titill: 
 • Áfangastaðurinn Austurland: Vitund, ímynd og markhópar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið með þessari ritgerð er að rannsaka Austurland sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn og samsvörun erlendra ferðamanna við markhópa Íslandsstofu og Austurbrúar. Lagðar voru fram þrjár rannsóknarspurningar og ein tilgáta:
  1. Hver er vitund erlendra ferðamanna á Austurlandi sem áfangastaðar?
  2. Hver er ímynd Austurlands sem áfangastaðar í augum erlendra ferðamanna?
  3. Geta erlendir ferðamenn samsvarað sig við lýsingar markhópa Íslandsstofu og Austurbrúar?
  Tilgáta:
  Þeir sem yfirgefa landið hafa meiri vitund um Austurland en þeir sem nýkomnir eru. Notast var við megindlega aðferðafræði og var spurningalista dreift á meðal þátttakenda yfir tvo daga í rútum Grayline frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar og til baka.
  Fjöldi svarenda var 290 einstaklingar, þar af voru 62,41% konur og 37,59% karlar. Jöfn dreifing var á aldri svarenda en flestir voru á aldursbilinu 18-35 ára eða 46,21%. Svarendur komu frá 31 landi en langflestir komu frá Bretlandi og síðan Bandaríkjunum og Kína.
  Vitund úrtaksins á svæðinu var töluverð en 52,4% höfðu heyrt af Austurlandi, þar af hafði stærsti hluti heyrt af svæðinu frá vinum og ættingjum. Framkvæmt var kíkvaðrað tölfræðipróf til þess að kanna gildi tilgátunnar. Í ljós kom að ekki voru tengsl milli þeirra sem voru að yfirgefa landið og þeirra sem voru að mæta varðandi vitund um Austurland (p >0,05). Þeir ímyndarþættir sem svarendur tengdu sterkast við hvað viðkom Austurlandi voru friðsamt, norðurljós, fjöll, einangrað og gönguferðir. Að sama skapi komu orðin kalt, norðurljós og afskekkt fyrst upp í huga svarenda. Samsvörun svarenda við þá fimm markhópa sem greindir höfðu verið af Íslandsstofu og Austurbrú var mjög mikil en einungis 4,1% þeirra fannst engin lýsing eiga við sig.

Samþykkt: 
 • 9.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pall Jonsson - yfirlysing.pdf182.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Áfangastaðurinn Austurland.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna