is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3212

Titill: 
 • Hlíðarfjall : nýsköpun í vetrartengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Hlíðarfjall, skíðasvæði Akureyringa til fjölda ára, er vetrarparadís við bæjardyrnar. Innlendir ferðamenn sækja fjallið heim á hverju ári og fer þeim fjölgandi sem leggja leið sína norður gagngert til að renna sér í brekkunum.
  Höfundur vill með þessari ritgerð skoða nánar hvar Hlíðarfjall stendur með tilliti til nýsköpunar og ferðaþjónustu. Til samanburðar á afþreyingarmöguleikum verður skíðasvæði í Finnlandi, Ukkohalla, haft til hliðsjónar. Þessi tvö skíðasvæði eru sambærileg hvað varðar stærð, lyftufjölda og brekkur. Töluvert vantar þó upp á til að Hlíðarfjall standi Ukkohalla jafnfætis hvað varðar afþreyingarmöguleika og þjónustu.
  Við öflun upplýsinga og úrvinnslu var fyrst og fremst stuðst við forgögn og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Til að byrja með er hugtakið nýsköpun skilgreint og í framhaldinu kerfi til nýsköpunar kynnt ásamt umhverfisgreiningu á ytra umhverfi fyrirtækja með tilliti til C-PEST greiningar. Þannig er dregin upp mynd af því hvernig fyrirtæki mótast af starfsumhverfinu og að samstarf milli fyrirtækja er nauðsynlegt til þess að þau geti þróast, aflað sér þekkingar og skapað nýjar vörur og þjónustu. Farið er í ferðaþjónustu sem atvinnugrein, skilgreiningar og ört stækkandi hlutverk hennar í þjóðarbúskapnum ásamt aðkomu hins opinbera að atvinnugreininni. Þjónustu- og afþreyingarmöguleikar nefndra skíðasvæða eru síðan bornir saman.
  Niðurstaða verkefnisins hjálpar vonandi til við að ýta undir frekari nýsköpunarvinnu við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli svo hægt sé að styrkja rekstrargrundvöll svæðisins í framtíðinni.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 13.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HA040071.pdf440.41 kBLokaðurLokaverkefni í viðskipta- og raunvísindadeild. Fjallar um nýsköpun og nýsköpunarkerfi innan ferðaþjónustu og áhrif nýsköpunar á rekstur fyrirtækja. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er borið saman við finnskt skíðasvæði, Ukkohalla.PDF
Efnisyfirlit.pdf28.36 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskra.pdf30.61 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Vidaukar.pdf36 kBOpinnViðaukarPDFSkoða/Opna