is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32121

Titill: 
  • Breytt umhverfi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Eru samrunar ferðaskipuleggjenda eðlileg afleiðing samdráttar á ferðaþjónustumarkaði.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni frá því að hingað fóru að streyma erlendir ferðamenn í auknu mæli. Segja má að ferðaþjónusta á Íslandi standi á tímamótum. Það hefur verið gríðarlega mikill vöxtur í greininni á síðustu árum hvað fjölgun ferðamanna til landsins varðar, ásamt gríðarlegri fjölgun fyrirtækja tengdum greininni. Á markaði ferðaskipuleggjenda sem sérhæfa sig í hvata- og ævintýraferðum hefur farið af stað bylgja samruna og mikið tal hefur borist um samdrátt á ferðaþjónustumarkaði á Íslandi með tilkomu harðari rekstrarumhverfis.
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru hálfstöðluð djúpviðtöl við forstjóra tveggja fyrirtækja sem hafa verið að ganga í gegnum samruna. Markmið með rannsókninni var að fá skýrari mynd af þeim breytingum sem hafa orðið og eru væntanlegar á markaði þessara fyrirtækja. Einnig var reynt að fá betri skilning á þeirri samrunahrinu sem virðist vera að fara af stað í ferðaþjónustu á Íslandi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samrunar á markaðinum eru eðlileg afleiðing erfiðara rekstrarumhverfis minni fyrirtækja á markaðinum og virðast fyrirtæki flest vera að leitast eftir samlegðaráhrifum með því að fara í samruna. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á markaðinn, til dæmis gengi krónunnar, aukin skattlagning og gjaldtaka á fyrirtæki, launakostnaður og harðari samkeppni á markaðinum, einkum við erlenda ferðaskipuleggjendur.

Samþykkt: 
  • 9.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytt umhverfi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. FINAL.pdf541.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.rétt.pdf287.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF