is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32126

Titill: 
  • Er skaðaminnkun betri kostur en stríð gegn fíkniefnum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skaðlegar afleiðingar vímuefna fyrir bæði notendur og aðstandendur hafa lengi verið viðurkenndar en þrátt fyrir það sjá sumir bannstefnuna og aðför hennar sem meira vandamál en fíkniefnin. Markmið með þessari ritgerð er að skoða hvort skaðaminnkun sé betri kostur en stríð gegn fíkniefnum. Víða á Vesturlöndum er hamlandi stefnu beitt gagnvart fíknivandanum og er sú stefna iðulega nefnd stríð gegn fíkniefnum. Fíknistríðið felur í sér að harðar refsingar eru við lýði fyrir fíkniefnabrot en hætta er á að hamlandi stefna ýti undir útskúfun fíkniefnaneytenda og auki þannig á vanda þeirra. Fíknistríðið er talið valda meiri skaða en misnotkun vímuefna og virðist frekar viðhalda heilbrigðisvandamálum. Í ritgerðinni voru ólíkir kostir teknir fyrir og metnir ásamt reynslu frá nokkrum löndum, sem hafa tekið upp á því að afglæpavæða fíkniefni, og hafa rannsóknir sýnt jákvæðan árangur. Sá árangur sem náðst hefur er ekki einungis afurð afglæpavæðingar heldur einnig skaðaminnkunar en þetta tvennt helst óhjákvæmilega í hendur. Með skaðaminnkandi stefnu er lögð megináhersla á að beita heilbrigðiskerfinu til þess að draga úr þeim skaða sem neysla fíkniefna hefur í för með sér. Markmiðið er að lækka dánartölu, draga úr smiti með sýktum sprautunálum og almennt bæta heilsu fíkniefnaneytenda.

Samþykkt: 
  • 9.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna Kristín Gísladóttir(1).pdf999.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
kvittað yfirlýsingaskjal.pdf48.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF