is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32128

Titill: 
  • Grænþvottur og markaðssetning á íslenskum snyrtivörum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hefur mikil aukning átt sér stað í umræðu um umhverfismál og þætti sem geta skaðað umhverfið. Auknar kröfur neytenda um vörur og þjónustu sem huga að umhverfinu hefur leitt til notkunar á svokölluðum grænþvotti. Auk þess eru neytendur orðnir kröfuharðari í garð fyrirtækja um að sýna samfélagslega ábyrgð með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að skoða hvort framleiðendur snyrtivara hér á landi nýti sér svokallaðan grænþvott við markaðssetningu varanna. Gerð var vettvangskönnun þar sem vörur voru skoðaðar ásamt heimasíðum og markaðsefni fyrirtækjanna. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að framleiðendum snyrtivara hér á landi gekk vel að sneiða hjá notkun á grænþvotti þó finna megi dæmu um að hann sé stundaður í einhverjum mæli. Í flestum tilfellum var um sömu synd að ræða. Syndin um óljósa framsetningu kom fram hjá fjórum af sex fyrirtækjum sem skoðuð voru. Fræðilegt og hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í því að útskýra grænþvott og hvort hann sé stundaður af íslenskum snyrtivöruframleiðendum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grænþvottur og markaðssetning á íslenskum snyrtivörum-lokaskil.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Erna Katrín .jpg3.47 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Kápa.pdf267.14 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna