is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3213

Titill: 
 • Vanskilaskrá : hver er þróun vanskila einstaklinga síðustu ár með tilliti til kyns og búsetu?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Megin markmið þessa verkefnis er að skoða hver þróun einstaklinga er á vanskilaskrá á milli ára. Athugað er hver þróunin er á milli kynja með tilliti til aldurs og búsetu.
  Verkefnið skiptist niður í ellefu kafla. Í fyrsta kaflanum eru farið í fræðilega umfjöllun og fræði tengd við efni verkefnisins. Í öðrum kafla er farið yfir fjármögnunarleiðir einstaklinga, hvað sé í boði og hvernig hægt er að nálgast lánsfé. Einnig er skoðað hvað felst í því að gangast í ábyrgð fyrir skuldbindingum annarra.
  Þriðji kafli fjallar um greiðsluerfiðleika einstaklinga og hvaða úrræði þeir hafa. Farið er í gegnum ferlið sem á sér stað áður en að einstaklingur er skráður á vanskilaskrá. Launasamanburður á milli landshluta og eins karla og kvenna er skoðaður í fjórða kafla og þá sérstaklega með það í huga hvort einhver munur sé á milli þessara þátta. Atvinnuleysi hefur mikil áhrif á fjárhag einstaklinga og í fimmta kafla er fjallað um atvinnuleysi í hverjum landshluta fyrir sig og gerður samanburður á milli ára. Því næst skoðum við hver þróun fasteignaverðs hefur verið á milli landshluta í sjötta kafla. Íbúðarverð er mismunandi eftir landshlutum og því dýrara húsnæði sem húsnæðið er, því meira þarf að greiða af því. Í sjöunda kafla er svo farið í greiningu á þeim gögnum um vanskil einstaklinga sem fengin voru frá Creditinfo Ísland og kynjaskipting, búseta og aldur skoðuð sérstaklega með samanburði á milli ára. Og að lokum eru niðurstöður greiningarinnar, umræða og hagnýt gildi kynnt.
  Megin niðurstöður þessa verkefnis eru þær að einstaklingum fer fjölgandi á vanskilaskrá. Þá eru karlar töluvert fleiri en konur og á það við í öllum tilvikum sé gerður samanburður á landshlutum. Það á líka við í samanburði aldurs með einni undantekningu. Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá er mestur um miðjan aldur og einnig er fjöldi mestur á Suðurnesjum sé skoðaður samanburður á búsetu.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið lokað til júlí 2012
Samþykkt: 
 • 13.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vanskilaskrá-heild.pdf492 kBOpinnVanskilaskrá-heildPDFSkoða/Opna
Vanskilaskrá-samantekt, efnisyfirlit, heimildaskrá.pdf169.46 kBOpinnVanskilaskrá-samantekt, efnisyfirlit, heimildaskráPDFSkoða/Opna